Spilareglur

1. Reglur Sportsbook
Reglunum er skipt í almennt og flokka. Bæði almennar reglur og flokkareglur verða nefndar reglur og reglugerðir. Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þessum reglum og reglugerðum. Til viðbótar við þessar reglur og reglugerðir eru sérstakar reglur í gildi um viðburði/markaði á vefsíðunni.

Reglurnar og reglugerðirnar eru hluti af samningnum milli okkar. Skilmálar eiga við þessar reglur og reglugerðir.

Ef misræmis gætir á milli upphaflega textans og þýddu útgáfunnar er enska útgáfan í fyrirrúmi.
2. Reglur og skilyrði
Betsson hefur rétt til að endurskoða og uppfæra reglur og reglugerðir hvenær sem er. Viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir því að vita um breytingar. Eftir afgreiðslu veðmáls samþykkir viðskiptavinurinn gildi þessara veðmálaákvæða í núverandi útgáfu.

Betsson áskilur sér rétt til að hafna persónulegum reikningsumsóknum, neita að samþykkja veðmál og takmarka fjölda veðmála; án skyldu til að gefa upp ástæðu. Einstaklingur eða heimili mega ekki vera með fleiri en einn Betsson Sportsbook-reikning. Betsson áskilur sér rétt til að loka aukareikningum sem tilheyra Betsson Sportsbook.

Betsson áskilur sér rétt til að rekja tvöfalda reikninga og loka þeim. Í þessu tilviki verða viðeigandi gögn flutt á virkasta reikning viðkomandi viðskiptavinar. Ef viðskiptavinur reynist vera með fleiri en einn reikning og hefur lagt undir eins veðmál á reikningunum missir viðskiptavinurinn réttindi sín sem gæti leitt til afturköllunar vinninga og/eða veðmála (jafnvel afgreiddra veðmála).

Betsson samþykkir ekki veðmál þegar líklegt er að viðskiptavinir hafi haft samráð. Að leggja undir veðmál frá fleiri en einum reikningi og frá sömu IP-tölu gætu talist samráð jafnvel þótt persónulegum veðhámörkum hafi ekki verið náð. Samráð um veðmál eru talin svik og geta leitt til lækkunar á veðhámörkum, lokun reiknings, afnám vinninga og/eða afturköllunar á veðmálum (jafnvel afgreiddum). Einnig gæti málssókn komið til greina.

Betsson ber ekki ábyrgð á villum í veðmálagögnum og úrslitum. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna rangra, seinkaðra, meðhöndlaðra eða óviðráðanlegra gagnaflutninga á internetinu eða vegna annarra flutningsvillna á gögnum og úrslitum.

Betsson hefur rétt á að leiðrétta allar augljósar villur og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að veita viðskiptavinum sínum sanngjarna þjónustu. Augljós villa gæti verið allar rangar upplýsingar sem birtar eru varðandi atburð. Til dæmis vitlaus forgjöf, rangt lið/þátttakendur, rangar tímasetningar eða tæknilegar villur o.s.frv.

Við áskiljum okkur einnig rétt til að leiðrétta augljósar villur með innslætti stuðla og/eða mati á niðurstöðum veðmála, jafnvel eftir viðburðinn - eða ógilda veðmál. Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að tryggja að hann leggi undir á réttan hátt.

Það er ekki leyfilegt að leggja undir veðmál á veðmiða sem er með leiðréttingu. Svona veðmál gætu talist ógild jafnvel eftir að niðurstaða viðburðarins liggur fyrir.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á trúnaði varðandi persónulegar reiknings- og aðgangsupplýsingar. Betsson ber ekki ábyrgð á veðmálum sem gerð eru af þriðju aðilum sem komast yfir upplýsingar eða öðrum reikningsbrotum vegna vanrækslu viðskiptavinar.

Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að tilkynna tafarlaust hverja upphæð sem ranglega er lögð inn á reikning hans. Allir vinningar sem verða vegna slíkrar villu eru ógildir.

Veðmálið er ógilt ef dagsetning eða tími veðmálsins eða nauðsynlegar persónulegar upplýsingar um viðskiptavin veðmála vantar. Veðmálið er endurgreitt. Veðmál sem eru samþykkt eftir upphaf keppni, leiks eða viðburðar eru dæmd ógild.

Lágmarksupphæð á hvert veðmál: 0,10 evrur. Hámarksvinningur á hvern viðskiptavin er takmarkaður við veðmál, dag og viku.

Athugaðu eftirfarandi töflu fyrir hámörk á gjaldmiðli

GjaldmiðillHámark vinningsHámark vinninga á dagHámark vinninga á viku
Euro100,000250,000500,000
GBP100,000250,000500,000
SEK1,000,0002,500,0005,000,000
USD100,000250,000500,000
CAN$120,000300,000600,000
BRL$70,000175,000350,000
PLN300,000750,0001,500,000


Ef notandi leggur undir nokkur eins veðmál (einnig samsetningar af einföldum og margföldum veðmálum) þar sem heildarvinningurinn fer yfir vinningshámark á veðmál þá hefur Betsson rétt á að lækka veðmálið í samræmi við vinningshámark.

Ef um svik er að ræða eða tilraunir til svika, sérstaklega varðandi veðmál, verður viðskiptavinurinn samstundis sviptur viðskiptavinaréttindum sínum.

Ekki er tekið við veðmálum frá veðbanka eða veðmálaumboðum. Veðmál á viðburði þar sem notandinn tekur þátt í íþróttaviðburðinum (t.d. sem íþróttamaður, eigandi, eða þjálfari) eru ekki leyfð. Ef þetta ákvæði er ekki uppfyllt hefur Betsson heimild til að hafna greiðslu vinninga og hætta við veðmálið jafnvel eftir að það hefur verið gert upp.

Ef viðburður á sér stað sem fellur ekki undir reglur og reglugerðir, þar á meðal sérstakar reglur um viðburð/markað vefsíðunnar, áskilur Betsson sér rétt til að ákveða niðurstöðu hvers vðburðar.

Veðmál sem send eru til handvirkrar skoðunar getur verið hafnað, samþykkt að hluta eða samþykkt að fullu óháð því hvernig beiðnin er gerð. Sportsbook áskilur sér rétt til að ákveða veðhámörk fyrir hvern viðskiptavin og veðmál.
3. Cashout
Við gætum gert þér kleift að fá greitt fyrir veðmálið áður en það er afgreitt á markaðnum þar sem veðmálið var gefið (Cashout).

Cashout gæti verið á íþróttamörkuðum fyrir viðburð og live í gegnum netið, iPhone og Android-app. Cashout gæti ekki alltaf verið í boði.

Cashout er bara í boði fyrir fasta stuðla veðmáls.

Cashout er ekki mögulegt fyrir:
• Veðmál lagt undir sem ókeypis veðmál eða áhættulaust veðmál; eða
• Margfalt veðmál, nema einstakir valkostir hins margfalda veðmáls séu í boði fyrir Cashout.
• Kerfisveðmál.

Fyrirfram ákveðið Cashout gæti verið boðið miðað við valkost, verðlaun og núverandi stöðu veðmálsfærslurnar.

Cashout gæti ekki verið í boði fyrir ákveðin veðmál byggð á fyrir viðburð-mörkuðum ef viðkomandi viðburður eða leikur hefur þegar hafist (er í gangi). Cashout gæti ekki verið í boði fyrir margfalt veðmál ef hluti veðmáls var lagður undir á fyrir-viðburð markað eftir að viðeigandi valkostur hefur þegar hafist (er í gangi).

Þú verður að velja "Staðfesta Cashout“ eða „Staðfesta“ (Cashout). Þú getur ekki hætt við Cashout eftir að það hefur verið staðfest.

Cashout gæti ekki verið samþykkt sem meðtelur en einskorðast ekki við breytingu á stuðlum eða frestun markaðar (inniheldur einn valkost af margföldu veðmáli). Við getum samþykkt eða hafnað Cashout.

Ef Cashout er ekki samþykkt færðu skilaboð þess efnis og við gætum boðið upp á nýtt Cashout verð. Ef þú biður ekki um Cashout verður veðmálið afgreitt miðað við upphaflegu stuðlana þegar veðmálið var samþykkt.

Eftir að Cashout hefur verið samþykkt:
• Upphaflega veðmálinu lýkur (Cashed out);
• Við greiðum þér Cashout verðið;
• Upphaflega veðmálið er talið hafa verið afgreitt og við höfum ekki frekari skyldum að sinna varðandi upphaflega veðmálið. Þú færð ekki útborgun eða endurgreiðslu í tengslum við Cashout veðmál; og
• Ef viðburðurinn/viðburðirnir sem upphaflega veðmálið var á fór(u) ekki fram er engin skylda lögð á herðar þér.

Samþykki Cashout beiðni er ekki nýtt veðmál heldur samkomulag um að binda enda snemma á upphaflega veðmálið.

Cashout verð er innifalið í upphaflegu veðupphæðinni. Cashout verðið er ekki umsemjanlegt og ekki hærra en gróði upphaflega veðmálsins.

Þú færð ekki bónusa eða tilboð í tengslum við veðmál sem hafa verið Cashed Out.

Veðmál sem hefur verið Cashed Out er ekki talið veðmál sem verður að uppfylla veðskilyrði fyrir bónusa, verðlaun eða annað.

Ef Cashout var samþykkt fyrir mistök (þar á meðal ef Cashout-verð var boðið fram þegar svo átti ekki að vera) eða Cashed Out upphæð verið lögð inn á reikninginn þinn fyrir veðmál fyrir mistök áskiljum við okkur rétt að breyta reikningsstöðunni til að leiðrétta mistökin eða röngu upphæðina. Slíkar leiðréttingar gætu innifalið:
• Cashout er afgreitt með Cashout-verðinu sem hefði verið í boði ef mistök hefðu ekki orðið; eða
• það er hætt við Cashout og upphaflega veðmálið.
Ef slík leiðrétting veldur því að reikningurinn þinn fer í mínus gætum við lagað til mismuninn með einhverjum hætti.

Við áskiljum okkur rétt til að fresta eða hætta að bjóða Cashout hvenær sem er án tilskilinnar ástæðu jafnvel þó að Cashout hafi verið auglýst viðskiptavini að það sé í boði. Við berum ekki ábyrgð á tapi í tengslum við að Cashout sé ekki í boði fyrir viðskiptavin jafnvel þó að það hafi verið auglýst.

Við áskiljum okkur rétt til að ógilda upphaflega veðmálið sem var Cashed Out, neita að Casha out veðmál eða krefjast endurgreiðslu á peningum sem við höfum greitt varðandi upphaflega veðmálið (þ.ám. Cashout-verðið) ef:
• Ef okkur grunar að veðmál eða Cashout-beiðni hafi verið gerð af einstaklingi eða hópi fólks (sem meðtelur en einskorðast ekki við ættingja, samtök, veðmiðla og starfsmenn þeirra) sem tóku höndum saman við að svindla á okkur; eða
• Upphaflega veðmálið eða Cashout-beiðnin var gerð eftir að viðeigandi viðburði lauk; eða
• Við urðum að ógilda upphaflega veðmálið eða krefjast endurgreiðslu undir þessum reglum.

Þú samþykkir að aðstæður geti leitt til þess að Cashout sé ekki afgreitt eða tefjist og að við berum ekki ábyrgð ekki á tapi í tengslum við:
• Cashout er ekki í boði eða tafist; og/eða
• Mistök, viljandi eða óviljandi af hendi viðskiptavinar eða þriðja aðila í tengslum við Cashout.

Við berum ekki ábyrgð á tapi sem viðskiptavinur verður fyrir vegna Cashout sem við annað hvort samþykkjum eða höfnum.

Þegar viðskiptavinur hefur lagt undir veðmál á markað sem var ekki í boði fyrir Cashout á þeim tíma sem viðskiptavinurinn lagði fram veðmál, getur viðskiptavinurinn ekki lagt fram Cashout-beiðni í tengslum við það veðmál, jafnvel þótt við gerum Cashout síðar fáanlegt á þeim markaði.

Markatöflur og streymi frá þriðja aðila eru aðeins til leiðbeiningar. Við berum ekki ábyrgð á veðmáli sem er cashed out byggt á upplýsingum frá þessum þjónustum.

Cashout að hluta til gerir þér kleift að taka út hluta af veðmálinu þínu á meðan þú skilur afganginn af veðmálinu eftir þar til það hefur verið afgreitt.
4. Almennar reglur
Ef ekkert annað er sérstaklega tekið fram í reglum og hér að neðan eða í sérstökum viðburðum-/markaðsreglum á vefsíðunni, skal ákvörðun opinberrar stjórnar sem tengist viðburðinum kl. 24:00 (að staðartíma á viðburðadegi) ákvarða niðurstöðuna. Frestun eða aðrar breytingar á niðurstöðu viðburðarins eftir þennan tíma skipta engu máli fyrir veðmál ef opinber niðurstaða er þegar fyrir hendi.

Betsson mun reyna að loka viðburðunum, þ.e. gera upp markaði, eins fljótt og auðið er eftir að viðburðinum lýkur. Þegar niðurstaða veðmáls er ákveðin áður en viðburðinum er lokið verður það gert upp samkvæmt reglum okkar, jafnvel þótt viðburðurinn hafi verið styttur eða lengd viðburðarins styttist af hvaða ástæðu sem er.

Athugaðu veðmiðann þinn áður en þú staðfestir veðmálið þitt. Því miður vinnum við ekki úr beiðnum um að ógilda veðmál sem voru gerð fyrir mistök.

Ef um er að ræða mótsagnir milli reglna og annarra hluta samningsins fyrir viðskiptavini skal eftirfarandi forgangsröð gilda (1 slær við 2 og 3 o.s.frv.):

1. Sértækar reglur um viðburð/markað
2. Reglur og reglugerðir
3. Reglur og skilyrði
5. Frestaðir viðburðir
Ef veðmálaviðburði er hætt gildir núverandi staða á þeim tímapunkti ef lágmarkskröfur eru uppfylltar fyrir tiltekna íþrótt eða opinber niðurstaða liggur fyrir innan 36 klukkustunda frá frestinum. Markaðir á viðburðinum sem þegar hafa verið ákveðnir munu gilda, t.d. "úrslit í hálfleik" í leik sem hætt er í síðari hálfleik. Allir aðrir markaðir á þessum veðmálaviðburði fá stuðulinn 1.00.

Ef viðburður er sleginn af og nýr tími ákveðinn þegar hann verður endurtekinn frá byrjun, verða öll veðmál sem stofnað var til áður en upphaflegi leikurinn byrjaði og var ekki komin niðurstaða í, ógild, burtséð frá því hvort og hvenær haldið er áfram með leikinn.
6. Frestanir
Öll veðmál sem tengjast frestuðum viðburðum verða ógild og veðmálunum skilað. Margföld veðmál verða reiknuð aftur að undanskildum viðburðinum sem var hætt við.
7. Breytingar á leikstað
Aðeins ef vellinum er breytt í heimavöll fyrrum útiliðsins eru öll tengd veðmál talin ógild. Ef viðburðurinn er fluttur á annan stað eru öll tengd veðmál enn í gildi. Þessi regla mun aðeins gilda um viðburði þar sem aðilar eru með heimavöll.
8. "Dead heats"
Ef tveir eða fleiri þátttakendur eru lýstir sigurvegari verður stuðlunum deilt með fjölda þátttakenda.
9. Mætir ekki "No show"
Ef þátttakandi mætir ekki í tiltekinn viðburð eins og áætlað er, eru öll tengd veðmál enn gild nema viðburðinum sé aflýst. Dæmi: Ef viðkomandi keppandi mætir ekki á heimsmeistaramótið, þá gilda enn veðmál sem tengjast honum sem sigurvegara o.s.frv.
10. Frestaðir viðburðir
Veðmál er lýst ógilt í aflýstum eða frestuðum leik eða viðburði, ef hann hefst ekki innan 12 klukkustunda eftir upphaflega opinbera leiktímann.
11. Live Veðmál
Betsson áskilur sér rétt til að ógilda veðmál sem lögð eru undir á röngu verði vegna seinkaðrar "beinnar útsendingar" viðburðar. Við áskiljum okkur einnig rétt til að stöðva veðmál meðan á viðburði stendur vegna misheppnaðrar útsendingar eða annarra tæknitengdra mála eða ef okkur grunar svik. Frestur til að leggja undir veðmál getur verið breytilegur milli mismunandi atburða. Við þolum ekki vísvitandi og endurtekin veðmál sem eru lögð undir seint. Þetta verður talið svik og við munum bregðast við því í samræmi við það. Við berum enga ábyrgð á innsláttar-, útsendingar- og/eða matsvillum. Við áskiljum okkur einnig rétt til að leiðrétta augljósar innsláttarvillur stuðla og/eða mat á niðurstöðum veðmála, jafnvel eftir viðburðinn - eða ógilda veðmál. Betsson ber ekki ábyrgð á stöðu viðburða, tölfræði eða upplýsingum/gögnum sem við veitum fyrir veðmál í beinni. Skorið sem birtist og frekari upplýsingar (t.d. tími, markaskorari) á síðunni er eingöngu til viðmiðunar. Við ábyrgjumst ekki nákvæmni þessara upplýsinga.
12. Stuðlasnið
Sem viðskiptavinur hefurðu möguleika á að velja ákjósanlegt stuðlasnið á milli tugabrota og bandarískra stuðla. Þetta snið er vistað á meðan þú ert skráð(ur) inn í stillingum vafrans. Það er mikilvægt að hafa í huga að allir útreikningar með tilliti til útborgana á veðmiða notast við tugabrotasniðið. Tugabrotasniðið verður alltaf jafnt eða hærra en önnur snið sem eru í boði fyrir hvert val sem leiðir til hærri eða jafnrar útborgunar.
13. Einstök veðmál (outrights)
(Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik og eru óskráðir. Fyrir Sæta-tilboð gilda 'Dead heat reglur' ekki, og vinningsveðmál verða greidd samkvæmt skráðum fullum stuðlum óháð því hvort það eru fleiri þátttakendur í boði en sæti vegna jafntefla. "Dead heat reglan“ gildir ef það eru fleiri en einn sigurvegari í "sigri" eða "riðli".
14. Annað
Betsson áskilur sér rétt, að eigin geðþótta, til að lýsa veðmál ógilt, að öllu leyti eða að hluta, ef augljóst er að: Niðurstaða viðburðar varð opinberlega þekkt áður en viðburðinum lauk; veðmál hafa verið boðin, lögð undir og/eða samþykkt vegna villu.
15. Sértækar reglur
15.1 Alpagreinar - Skíði
15.2 Bogfimi
15.3 Amerískur fótbolti
15.4 Frjálsar íþróttir
15.5 Ástralski fótboltinn
15.6 Badminton
15.7 Bandí
15.8 Hafnabolti
15.9 Körfubolti
15.10 Strandbolti
15.11 Strandblak
15.12 Skíðaskotfimi
15.13 Hnefaleikar
15.14 Kanó/Kajakróður
15.15 Krikket
15.16 Skíðaganga
15.17 Kurl
15.18 Hjólreiðar
15.19 Pílukast
15.20 Dýfingar
15.21 Hestaíþróttir
15.22 Skylmingar
15.23 Field-hokkí
15.24 Gólfbolti
15.25 Fótbolti
15.26 Formúla 1
15.27 Futsal
15.28 Golf
15.29 Fimleikar
15.30 Handbolti
15.31 Íshokkí
15.32 Indy Car
15.33 Júdó
15.34 Lacrosse
15.35 MMA
15.36 Mótorhjól
15.37 Mótoríþróttir
15.38 "Nordic Combined"
15.39 Ratleikur
15.40 Pesäpallo
15.41 Fimmþraut
15.42 Pool
15.43 Rallý
15.44 Kappróður
15.45 Rugby Union
15.46 Rugby League
15.47 Siglingar
15.48 Skotfimi
15.49 Skíðastökk
15.50 Snóker
15.51 Snjóbretti
15.52 Skautahlaup
15.53 Speedway
15.54 Sund
15.55 Taekwondo
15.56 Borðtennis
15.57 Tennis
15.58 Brokk
15.59 Blak
15.60 Vatnapóló
15.61 Snekkjusiglingar
15.62 Viðskipti og stjórnmál
15.63 Skemmtanabransinn
15.64 Póker
15.65 eSports
15.66 Padel
15.67 Skvass


15.1 Alpagreinar - Skíði

Í svigi og risasvigi verður að klára báða leggi keppninnar og allavega einn keppandi verður að klára báðar ferðirnar í einvígi til að veðmálin gildi. Í bruni og Super G bruni verða báðir skíðamenn að fara í gegnum upphafshliðið til að einvígisveðmál gildi.

Einstök veðmál: Ef valkostur/þátttakandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki vetraríþróttaviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. (Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik).

Einstök veðmál - frestaðir viðburðir: Öll veðmál gilda ef viðburði er frestað en fer fram á sama stað innan tveggja daga. Ef viðburður er færður á annan stað verður veðmálið ógilt.

Öll veðmál verða gerð upp í samræmi við opinbera stjórnarsambandið (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök).

15.2 Bogfimi

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista eins og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) gefur upp þegar verðlaunin eru afhent. Öll frávísun eftir það mun ekki hafa áhrif á veðmál.

15.3 Amerískur fótbolti

Leik sem er frestað eða aflýst verður ógildur ef hann er ekki kláraður innan sömu NFL-leikviku. Til dæmis ef leikur sem upphaflega átti að spila í leikviku 10 á sunnudag er færður á bilinu mánudag til miðvikudags og er hluti af dagskrá viku 10 þá standa veðmál. Ef viðburðurinn fer fram síðar en á miðvikudag er hann hluti af dagskrá annarrar leikviku og veðmál verða ógild.

Allir leikir innihalda framlengingu nema annað sé sérstaklega tekið fram. Að minnsta kosti 55 mínútur af leiknum verða að hafa verið spilaðar til að veðmál teljist gilt. Ef þetta er ekki raunin eru öll veðmál talin ógild og stuðlunum breytt í 1.00. Ef leikur endar með jafntefli eftir framlengingu, eru veðmál á "Money line" gerð ógild og stuðlarnir settir á 1.00 en öll önnur veðmál eru útkljáð eftir úrslitum .

AFC/NFC Conference sigurvegaraveðmál ráðast af því hvaða lið komast áfram í Superbowl.

Sigurvegarar NFL deildar eru ákvarðaðir af því hvaða lið teljast deildarsigurvegari samkvæmt NFL.com þegar venjulega tímabili NFL er lokið.

Hálfleikur/Leikslok, Stigahæsti hálfleikur, Stigahæsti leikhluti – Þessir veðmálahópar innihalda ekki framlengingu í uppgjörsskyni.

Skorar annað hvort lið stig úr þremur sóknum í röð? - Lið skorar í þremur sóknum í röð án þess að fá sig á stig. "Safety", vallarmark og snertimark gefa stig. PAT's (Point after Touchdown) og 2. stiga mark telja ekki sem stig í þessu tilviki því þau eru framhald af snertimarkinu.

Leikmannaspesjalar
Allir leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Fyrsti og síðasti skorari eru undantekning þar sem engar endurgreiðslur eru fyrir þá sem ekki byrja.

Fantasy leikir
Í fantasíuleikjum keppa tvö lið eingöngu.

Sigurvegari þessa viðureignar er það lið sem skorar flest mörk á þeim leikdegi gegn alvöruandstæðingi, þar með talið í framlengingu. Varist: aðeins mörk eru talin, sigur eða tap skiptir engu máli.

Dæmi:
Fantasy leikur: Atlanta – San Francisco;
Alvöruleikir: Atlanta – New York Jets: 24 – 13 og San Francisco – Baltimore: 30 – 33. Úrslitin í Fantasy leiknum Atlanta – San Francisco eru 24 – 30; San Francisco er sigurliðið.

NFL Draft Spesjalar
Leikmannastöður NFL Draft verða útkljáðar í samræmi við þær sem voru teknar fram í Draftinu.

15.4 Frjálsar íþróttir

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista. Reglur um jafntefli gilda. Í Eínvígi vinnur sá þátttakandi sem er með bestu lokastöðuna. Sá þátttakandi sem kemst lengra vinnur. Ef báðir þátttakendur verða slegnir út á sama stigi, til dæmis ef báðir þátttakendur komast ekki áfram úr fjórðungsúrslitum, eru veðmál talin ógild og stuðlarnir settir á 1.0. Ef einn þátttakandi mætir ekki til leiks verða öll einvígisveðmál eða sérveðmál með þeim þátttakanda ógild. Hins vegar munu Einstök veðmál standa.

15.5 Ástralski fótboltinn

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista. Dead Heat reglur gilda.

15.6 Badminton

Öll veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum. Ef tilteknum viðburði er frestað haldast veðmál gild að því tilskildu að viðburðinum sé lokið á sama stað innan 12 klukkustunda.

Sigurvegari leiks (ásamt FRL)
Ein viðureign þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi. Ef færri en 1 leik lýkur verða öll veðmál talin ógild.

Forgjafarveðmál innihalda Live markaði
Ef einhver þátttakandi hættir, verða forgjafarveðmálin talin ógild.

Ef spilari byrjar ekki í einliðaleik eða tvíliðaleik verða veðmálin á þessum einstaklingsleik ógild. Öll veðmál á úrslit viðureigna liða verða hins vegar ekki fyrir áhrifum af leikmannaskiptum eða breytingum á liðsskipan. Öll veðmál á úrslitum viðureigna liða standa jafnvel þó einn eða fleiri einstakir leikir eru gerðir upp vegna þess að spilari hættir leik.

Yfir/undir: Ef þátttakandi hættir, verða Y/U veðmálin ógild nema þegar farið hefur verið farið viðmiðið og þá verða veðmál gerð upp í samræmi við það.

Einstök veðmál: Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik. Dead Heat reglur gilda.

15.7 Bandí

Að minnsta kosti 80 mínútur af leiknum verða að hafa verið spilaðar til að veðmál teljist gilt. Öll veðmál eru eingöngu í venjulegum leiktíma nema annað sé tekið fram. Ef leikur er spilaður yfir 3 leikhluta í stað tveggja mun niðurstaðan eftir 45 mínútur teljast niðurstaða hálfleiks fyrir alla veðhópa. Ef leiknum hefur verið frestað eða aflýst verða öll veðmál ógild ef leikurinn verður ekki spilaður innan 12 klukkustunda frá upphaflegum upphafstíma.

Leikmannaspesjalar
Allir leikmenn sem taka þátt í leikmannatilboði verða að taka þátt í leiknum, annars verða veðmálin ógild.

15.8 Hafnabolti

Leikjum sem ekki hefjast innan 12 klukkustunda frá upphaflega áætluðum upphafstíma verður frestað og veðupphæðir endurgreiddar. Leikur verður opinber þegar 5 lotur hafa verið spilaðar (4,5 ef heimamenn eru í forystu). Veðmál á fjölda hlaupa liða standa ef spilaðar eru að minnsta kosti 9 lotur (8,5 ef heimaliðið er í forystu) eða ef niðurstaða veðmálsins er þegar ákveðin þegar leiknum lýkur. Öll veðmál innihalda aukalotur nema tilgreint sé. Ef gert er hlé á leik í úrslitakeppni og síðan haldið áfram innan 120 klukkustunda eftir að honum var frestað, munu öll veðmál standa og verða gerð upp eftir að leiknum lýkur. Ef leikur myndi enda með jafntefli verða veðmál á sigurvegara ógild, á meðan öll önnur veðmál standa og verða gerð upp samkvæmt opinberri stigagjöf.

7 lotur ef þær eru "double header"
Sigurvegari: 5 lotur verða að vera spilaðar (4,5 lotur ef heimaliðið er með forystu) til að úrslitin verði opinber. Öll önnur veðmál gilda ef spilaðar eru 7 lotur (6,5 ef heimaliðið er með forystu)

Byrjunarkastarar:
Byrjunarkastarar á hafnaboltamörkuðum eru aðeins í upplýsingaskyni. Allir byrjunarkastarar sem eru sýndir í veðmálasögunni þinni og/eða á veðmiðanum þínum munu ekki hafa áhrif á veðmálið þitt, og öll veðmál halda áfram að gilda; hvort sem byrjunarkastarinn sem sýndur er byrjar leikinn eða ekki.

Leikmannaspesjalar:
Allir leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Kastarar verða að kasta að minnsta kosti einu sinni. Kylfingar verða að slá allavega einu sinni. Leikir verða að endast í 9 lotur (8,5 ef heimaliðið er í forystu) því annars verða öll leikmannatilboð ógild nema úrslit liggi þegar fyrir. Úrslitin geta verið ákveðin ef leikmaðurinn er fjarlægður úr leiknum fyrir lok hans.

Fjöldi hafna eru úrskurðaðar samkvæmt þessu:

Einföld = 1 höfn
Tvöföld = 2 hafnir
Þreföld = 3 hafnir
Heimhlaup = 4 hafnir

Að ná höfn vegna "walks, hit by pitch, error, balk, fielder’s choice, passed ball, wild pitch" eða "interference" telur ekki til fjölda hafna.

Sérstök veðmál:
Veðmál sem eru tengd fyrstu lotu verða gerð upp svo lengi sem fyrstu lotu lýkur. Hvort leiknum verður aflýst eða frestað mun ekki hafa áhrif á þetta. Veðmál sem tengjast því hver skorar fyrst verða útkljáð óháð því hvort restinni af leiknum sé aflýst eða frestað.

Veðmál á venjulegu tímabili:
Alla áætlaða leiki í seríunni verður að spila eigi síðar en 24 tímum eftir að síðasti leikur seríunnar var upphaflega á dagskrá. Ef einhverjum leik í seríunni er ekki lokið í þessum tímaramma verða öll veðmál í seríunni ógild. Öll úrslit leikja verða að verða opinber úrslit í stöðunni til að veðmál standist. Byrjunarkastarar hafa engin áhrif á veðmál í seríunni.

Alþjóðlegur hafnabolti:
Leik sem lýkur á grundvelli 'Mercy Rule' hefur áhrif óháð því hversu fáar lotur eru spilaðar.

Grand Salami: Spila verður að minnsta kosti 8,5 lotur í leikjum til að veðmál standist. Ef leik er frestað verða veðmál ógild nema leikurinn sé spilaður innan 12 klukkustunda frá upphaflegum upphafstíma. Öll Grand Salami veðmál standa óháð breytingum á vellinum þann tiltekna dag. Ef markaðinum Yfir/Undir fjölda hlaupa er nú þegar LOKIÐ án frestaða leiksins standa veðmál.

15.9 Körfubolti

Veðmál verða ákvörðuð og afgreidd samkvæmt opinberum lokatölum leiksins að meðtaldri framlengingu. Ef leik lýkur með jafntefli og framlenging er ekki leikin, verða allir markaðir gerðir upp í samræmi við lokatölur í venjulegum leiktíma. Það verða að vera 5 mínútur eða minna af áætluðum leiktíma eftir til að veðmál taki gildi nema niðurstaða markaðar liggi þegar fyrir.

Til dæmis:
Fyrri hálfleiks veðmál verða gerð upp ef leik er hætt í síðari hálfleik og/eða yfir/undir markaður verður gerður upp ef fjöldinn hefur þegar farið yfir viðmiðið áður en leiknum var hætt.

Leikmannaspesjalar – Hvert leikmannaveðmál krefst þess að allir leikmenn í tilteknum veðmálamarkaði taki þátt í leiknum, annars verða veðmálin ógild.

Veðmálsuppgjör
Niðurstöður ættu að vera byggðar á opinberri heimild eða opinberri vefsíðu viðkomandi keppni. Í þeim tilvikum þar sem tölfræði eða niðurstöður frá opinberri heimild eru ekki tiltækar eða verulegar vísbendingar eru um að vefurinn hafi rangar upplýsingar er hægt að beita óháðum heimildum til uppgjörs. Ef upplýsingum ber ekki saman gerum við upp veðmál á grundvelli tölfræði innanbúðar. Vegna leikja sem eru hluti af tveggja leggja viðureign þar sem samanlögð stigatala er jöfn í lok venjulegs leiktíma í 2. leggnum, verður framlenging tekin með til að ákvarða niðurstöðu veðmála 2. leggs.

NBA langtímaveðmál:
Bæði lið verða að ljúka að minnsta kosti 80 leikjum á venjulegu tímabili til að veðmálin séu gild. Ef niðurstaða liggur hins vegar fyrir áður en 80 leikjum er náð á þessi regla ekki við.

Vegna meðaltals-leikmannamarkaða á venjulegu tímabili verður leikmaðurinn að spila 70% af leikjum liðs síns (58 á 82 leikja tímabili) til að veðmálin séu gild. Samkvæmt NBA-reglum.

Sigurvegari í deild – Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberum reglum um "tie-break" í NBA.

Sigurvegari riðils - Liðin sem komast áfram í úrslitakeppni NBA verða álitin riðlameistarar. Þetta byggist ekki á árangri á venjulegu tímabili.

Veðmál á leik

Sigurvegari
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið vinnur leikinn. Framlenging telst með.

Forgjöf
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða lið vann eftir að búið er að reikna út forgjöfina. Framlenging telst með.

Fjöldi stiga
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi stiga í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið. Framlenging telst með.

Fjöldi stiga heimaliðs
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi stiga heimaliðs í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið. Framlenging telst með.

Fjöldi stiga útiliðs
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi stiga útiliðs í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið. Framlenging telst með.

Liðið sem skorar síðustu körfuna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið skorar lokakörfuna. Framlenging telst með nema annað sé tekið fram.

Tvöföld úrslit
Veðmál verða útkljáð í samræmi við úrslit í hálfleik og leikslok. Bæði veðmálin verða að vera rétt. Framlenging telst með nema annað sé tekið fram.

Stærð sigurs
Veðmál eru gerð upp samkvæmt stærð sigurs. Framlenging telst með.

Veðmál á fyrri hálfleik
Veðmál eru gerð upp samkvæmt úrslitum fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleik verður að vera lokið til að veðmál standi nema markaðsniðurstaða liggi þegar fyrir.

Fjöldi stiga í fyrri hálfleik
Framlenging telst með nema annað sé tekið fram. Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi stiga í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið. Fyrri hálfleik verður að vera lokið til að veðmál standi nema markaðsniðurstaða liggi þegar fyrir.

Fjöldi stiga í síðari hálfleik
Veðmál eru gerð upp samkvæmt úrslitum síðari hálfleiks. Framlenging telst ekki með nema annað sé tekið fram. Ef leik er frestað eða aflýst eftir að hann byrjar verða að vera 5 mínútur eftir eða færri til að veðmál standi í leik eða síðari hálfleik, nema niðurstaða veðmála liggi þegar fyrir.

Veðmál á 1., 2. 3. og 4. leikhluta.
Veðmál verða gerð upp samkvæmt úrslitum leikhluta. Leikhluta verður að vera lokið til að veðmál standi nema markaðsniðurstaða liggi þegar fyrir. Framlenging telst ekki með.

Kapphlaup til x markaðir
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því í hvorum hálfleik verður skorað í.

Stigahæstu markaðirnir
Ef tveir eða fleiri leikhlutar eða hálfleikir enda með sama stigafjölda eiga Dead heat reglur við. Framlenging telst ekki með nema annað sé tekið fram.

Verður framlenging?
Markaðurinn verður gerður upp með já ef leiknum lýkur með jafntefli að loknum venjulegum leiktíma, óháð því hvort framlenging sé leikin.

Seríuveðmál
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið vinnur seríuna. Seríu verður að ljúka á reglubundinn hátt til að veðmál standist.

Sigurvegari deildar
Veðmál verða afgreidd í samræmi við opinber úrslit, þar með talið í úrslitakeppninni.

Leikmannaveðmál
Leikmaður verður að spila til að veðmál gildi. Framlenging telst með.

Prósentuhlutfall vítakasta leikmanns
Veðmál sem lögð eru undir á vítakastshlutfall verða ógild ef leikmaður tekur ekki vítaköst.

Tvöföld tvenna / Þreföld tvenna
Tvöföld tvenna er náð þegar nafngreindur leikmaður nær tvöföldum tölum, 10 eða fleiri, í tveimur af fimm helstu tölfræðiflokkum: Stig, stoðsendingar, fráköst, stolnir boltar og blokkeringar.

Þreföld tvenna næst þegar nafngreindur leikmaður nær tvöföldum tölum, 10 eða fleiri, í þremur af fimm helstu tölfræðiflokkum: stig, stoðsendingar, fráköst, stolnir boltar og blokkeringar.

Fyrsti leikmaðurinn sem skorar
Veðmál sem lögð eru undir á fyrsta leikmann til að skora verða ógild ef sá leikmaður byrjar ekki leikinn eða ef hann kemur inn eftir að fyrsta stigið hefur verið skorað.

Allir fyrstu skorara-markaðir vísa til fyrstu körfu leiksins.

Skorar fyrstu körfu leiksins úr vítakasti.

Sigurvegarinn er sá sem skorar fyrstu körfu leiksins úr vítakasti.

Skorar fyrstu körfu leiksins úr tveggja stiga skoti.

Sigurvegarinn er sá sem skorar fyrstu körfu leiksins úr tveggja stiga skoti.

Skorar fyrstu körfu leiksins úr þriggja stiga skoti.

Sigurvegarinn er sá sem skorar fyrstu körfu leiksins úr þriggja stiga skoti.

15.10 Strandbolti

Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram. Venjulegur leiktími er skilgreindur í opinberum reglum viðkomandi stjórnar. Ef leikur hefst áður en áætlað var, þá verða öll veðmál sem gerð voru eftir að leikur hófst dæmd ógild.

Uppgjöri verður ekki breytt vegna breytinga eða úrskurða stjórna eftir leik eða mót.

Veðmál á leik

Úrslit
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið vinnur leikinn. Heimalið, Jafntefli eða Útilið.

Fjöldi marka
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi marka sem skoruð eru í leiknum eru fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Forgjöf
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða lið vann eftir að búið er að reikna forgjöfina.

Veðmál til langs tíma

Sigurvegari og önnur mótsstengd veðmál
Veðmál verða gerð upp á grundvelli lokastöðu liðs eftir lok deildarkeppni, að úrslitakeppnisleikjum undanskildum.

Markahæstur
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða leikmaður skoraði flest mörk í móti/keppni. Leikir í úrslitakeppni telja ekki til deildar. Sjálfsmörk telja ekki. Dead heat reglur gilda.

15.11 Strandblak

Opinber röð keppenda á verðlaunaafhendingu ráða úrslitum veðmála. Öll frávísun eftir það mun ekki hafa áhrif á veðmál.

15.12 Skíðaskotfimi

Einvígi + Skoteinvígi: Báðir þátttakendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Veðmál verða gerð upp í samræmi við opinbera sambandið (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök).

Einstök veðmál: Ef valkostur/þátttakandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki vetraríþróttaviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik.

Einstök veðmál sem er hætt við: Öll veðmál verða ógild ef viðburði er hætt nema opinbert stjórnarsamband (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök) staðfesti úrslitin sem "opinber úrslit" á þeim tíma sem hætt var við viðburðinn og ef honum er ekki haldið áfram á næstu tveimur dögum á sama stað.

Einstök veðmál - frestaðir viðburðir: Öll veðmál gilda ef viðburði er frestað en fer fram á sama stað innan tveggja daga. Ef viðburður er færður á annan stað verður veðmálið ógilt.

15.13 Hnefaleikar

Úrslit verða gerð upp samkvæmt opinberri niðurstöðu í hringnum. Úrslitin geta verið endurskoðuð eða breytt eftir að kynnirinn tilkynnir þau. Úrslit eru ekki opinber í veðmálaskyni fyrr en embættismenn á bardagastaðnum hafa staðfest þau.

Breytingar eftir úrslit bardaga sem hnekkir bardagaákvörðun á grundvelli áfrýjunar, málaferla, niðurstöðu lyfjaprófa eða annarra refsiaðgerða verða ekki viðurkenndar og úrslit veðmála standa.

Veðmál á bardagakappa að vinna með "KO/TKO" teljast sigurvegarar ef bardagakappinn vinnur með KO, TKO eða hornstöðvun "corner stoppage".

Yfir/Undir lotur miðast aðeins við kláraðar lotur. Helmingur lotunnar er nákvæmlega ein mínúta og 30 sekúndur af 3. mínútna lotu. 3,5 lotur eru því ein mínúta og 30 sekúndur af 4. lotu.

Vegna veðmála á ákveðinn fjölda lota: Ef keppandi svarar ekki bjöllunni til að hefja lotu eftir að bardaginn hefur enst nákvæmlega í þann tíma sem er skráður vinnur UNDIR.

Þegar jafntefli á sér stað eru veðmál á annan hvorn keppandann sem sigurvegara endurgreidd að undanskildum veðmálum þar sem jafnteflisvalkosturinn er í boði. Öll önnur veðmál eru flokkuð í samræmi við tiltekið orðalag þeirra.

Í bardaga sem er talinn "no contest" verða veðmál endurgreidd.

Veðmál um odda eða slétta tölu lota

Þú ert að veðja á: hvort bardaginn vinnist á odda- eða sléttri tölu lota.

Ef bardaginn endist í allar loturnar tapast veðmál.

15.14 Kanó/Kajakróður

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) við verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.15 Krikket

Markaðir verða útkljáðir í samræmi við tölfræði frá viðkomandi opinberri mótavefsíðu. Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram.

Sigurvegari: Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberum úrslitum. Ef um er að ræða jafntefli í venjulegum leiktíma á markaði þar sem ekki hefur verið boðið upp á jafntefli verða veðmál ógild. Ef leikurinn er opinberlega lýstur yfir sem "No Result" verða veðmál ógild.

Fjöldi hlaupa í lotu "innings": Ef einhver fækkun verður á fjölda "overs" eftir að veðmál hefur verið lagt undir, verða veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Ef það hefur verið endurútreikningur samkvæmt Duckworth-Lewis-Stern á áætluðum fjölda "overs" áður en veðmálið var lagt undir, mun það standa nema áætlaður fjöldi "overs" minnki enn frekar. Í því tilviki verða veðmálin ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

First Over Total Runs: Fyrsta "over" verður að vera lokið til að veðmál standist nema niðurstaðan liggi þegar fyrir, annars verða veðmál ógild. Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

Opening Partnership: Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

Forysta í 1. lotu (inning): Bæði lið verða að takast á við að minnsta kosti einn bolta til að veðmál standist.

Lið sem fær fleiri hlaupum í fyrstu 6 /15 "overs": Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

Fjöldi 4 / 6 hlaupa: Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

Flest 4 / 6 hlaup: Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

Fimmtíu í leik: Já-veðmál verða úrskurðuð sem töpuð ef enginn leikmaður nær 50 hlaupum eða fleirum í einni lotu (inning).

Hundrað í leik: Já-veðmál verða úrskurðuð sem töpuð ef enginn leikmaður nær 100 hlaupum eða fleirum í einni lotu (inning).

Hversu mörg hlaup áður en fyrsta wicket verður felld: Ef um er að ræða "limited overs cricket" (eins dags krikket) verða veðmál ógild ef það er fækkun "overs" nema niðurstaðan liggi þegar fyrir.

15.16 Skíðaganga

Einvígi + Skoteinvígi: Báðir þátttakendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Veðmál verða gerð upp í samræmi við opinbera sambandið (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök).

Einstök veðmál: Ef valkostur/þátttakandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki vetraríþróttaviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik.

Einstök veðmál sem er hætt við: Öll veðmál verða ógild ef viðburði er hætt nema opinbert stjórnarsamband (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök) staðfesti úrslitin sem "opinber úrslit" á þeim tíma sem hætt var við viðburðinn og ef honum er ekki haldið áfram á næstu tveimur dögum á sama stað.

Einstök veðmál - frestaðir viðburðir: Öll veðmál gilda ef viðburði er frestað en fer fram á sama stað innan tveggja daga. Ef viðburður er færður á annan stað verður veðmálið ógilt.

Liðsviðburðir og boðhlaup: Að því er varðar þetta veðmál, teljast liðsviðburðir og boðhlaup aðeins sem ein verðlaun.

15.17 Krulla

Einstök veðmál: Ef valkostur/þátttakandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki krulluviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik.

Leikveðmál: Allir leikir verða útkljáðir samkvæmt lokastöðu. Aukalotur gilda í veðmálum.

Lotuveðmál: Veðmál verða ógild í stigalausri lotu. (0-0)

15.18 Hjólreiðar

Einvígi - Eins dags keppnir: Báðir þátttakendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Veðmál verða gerð upp í samræmi við opinbera sambandið (UCI eða önnur opinber samtök).

Einstök veðmál: Ef valkostur/þátttakandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki viðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik. Dead Heat reglur gilda.

Einstök veðmál á keppendur - áfangar: Vinningsveðmál verða að spá fyrir um hvor af keppendum tveimur koma fyrstir í mark. Báðir keppendur verða að byrja til að veðmál standist. Ef báðir keppendur hætta keppni mun sá keppandi sem kláraði flesta áfanga, óháð tíma þeirra eða stöðu á þeim tíma, teljast sigurvegari. Öll veðmál teljast ógild ef báðir keppendurnir hætta í sama áfanga.

Frestaðar keppnir: Öll veðmál verða ógild í keppni sem er frestað nema fimm áföngum hafi verið lokið og opinber niðurstaða legið fyrir nema annað sé tekið fram eða veðmálið hafi þegar verið gert upp. Öll veðmál verða ógild í viðburðum sem er hætt áður en opinber úrslit hafa verið tilkynnt nema annað sé tekið fram eða veðmálið hefur þegar verið gert upp.

Frestaðar keppnir: Öll veðmál verða ógild í keppnum sem er frestað eða fluttar á annan stað.

15.19 Pílukast

Einstök veðmál
Engin endurgreiðsla vegna keppenda sem hefja ekki leik og sigurvegara sem eru óskráðir. Öll veðmál standa ef keppandi hættir fyrir mót eða á meðan á mótinu stendur.

The Premier League-veðmálið vísar til sigurvegara úrslitakeppninnar, ekki til deildartöflunnar eftir viku 15.

Úrslit
Ef leikurinn hefst en lýkur ekki verður keppandinn sem kemst áfram í næstu umferð álitinn sigurvegari. Úrvalsdeildarleikur verður gerður út frá opinberum úrslitum.

Við bjóðum upp á 3-vegu og 2-vegu markaði í úrvalsdeildinni. Veðmál sem sett eru á 2-vegu markaði verða ógild ef niðurstaðan verður jafntefli.

Forgjöf
Ef viðureign er ekki lokið verður forgjöf ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Leggir/Viðureignir Undir/Yfir, Fjöldi leggja/viðureigna
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Fjöldi leggja Slétt-/Oddatala
Öll veðmál eru ógild ef viðureign lýkur ekki.

Sigurvegari leggs/viðureignar
Legg/viðureign þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Flest 180 veðmál, 180 Forgjöf
Öll veðmál eru ógild ef viðureign lýkur ekki.

"Checkout" veðmál
Veðmál verða ógild ef niðurstaðan er jafntefli eða viðureign er ekki lokið.

180 2/3-vegu keppanda og í viðureign
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Hæsta útskot "Checkout", 2-vegu, 3-vegu / Yfir/Undir.
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Rétt stigatala
Öll veðmál eru ógild ef viðureign lýkur ekki.

Úrslit eftir 4 leggi, efstur eftir 4 leggi
Fjórum leggjum þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Kapphlaup til 3 leggja
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

180 Leggur, Keppandi nær 180, Útskot í legg 2-vegu, 3-vegu, "Double Colour"
Legg þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

9 pílu viðureign, 170 útskot
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

15.20 Dýfingar

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það mun ekki hafa áhrif á veðmál.

15.21 Hestaíþróttir

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.22 Skylmingar

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.23 Field-hokkí

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista.

15.24 Gólfbolti

Öll veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum. Ef tilteknum viðburði er frestað eru veðmál gild ef viðburðinum sé lokið á sama stað innan 12 klukkustunda. Ef einn eða fleiri þátttakendur taka ekki þátt í tilteknum viðburði verða veðmál ógild. Að minnsta kosti 55 mínútur af leiknum verða að hafa verið spilaðar til að veðmál teljist gilt. Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram.

Leikmannaspesjalar
Leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Öll stig/mörk/stoðsendingar), skot, markvörslur (eða önnur tölfræði) skráð í venjulegum leiktíma og framlengingu munu gilda; tölfræði í vítakeppni gildir ekki.

15.25 Fótbolti

Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram. Venjulegur leiktími er skilgreindur í opinberum reglum viðkomandi sambands/stjórnar. Að minnsta kosti 80 mínútur af leiknum verða að hafa verið spilaðar til að veðmál teljist gilt. Veðmál þar sem úrslit liggja fyrir áður en venjulegum leiktíma er lokið eða áður en leik er hætt ætti að afgreiða óháð því hvort 80 mínútum er lokið eða ekki.

Til viðmiðunar taka leikir sem eru sérstaklega skráðir sem Unglingaleikir mið af fótboltaleikjum sem leiknir eru á milli liða með leikmenn sem eru 23 ára og yngri.

Veðmál verða gerð upp í samræmi við skilgreiningar stjórnar. BETSSON GROUP mun ekki taka neinar kvartanir til greina sem byggja á persónulegri túlkun þessara skilmála, nema sýnt sé fram á annað á óyggjandi hátt. Ef um er að ræða UEFA félagskeppnir þá mun opinbera leikskýrslan sem send er til fréttamiðla á pdf formi vera notuð til uppgjörs.

Ef stjórn viðburðar veitir enga tölfræði mun Betsson afla upplýsinga í sjónvarpsútsendingum, streymi sem og öðrum opinberum miðlum eins og t.d. whoscored.com eða til að gera upp veðmál.

Uppgjöri verður ekki breytt vegna breytinga eða úrskurða stjórna eftir leik eða mót.

Spjaldamarkaðir
Aðeins spjöld sem sýnd eru leikmönnum sem eru inni á vellinum gilda. Spjöld sem sýnd eru þjálfurum, leikmönnum á bekknum eða eftir leik teljast ekki með. Gult spjald gildir sem 1, rautt spjald gildir sem 2. Annað gult er hunsað í uppgjörsskyni (td. hámarksfjöldi spjalda á hvern leikmann er 3).

Uppgjör verður gert með vísan til tiltækra sannana um spjöld sem sýnd eru í áætluðum 90 eða 45 mínútna leiktíma. Spjöld sem sýnd eru eftir að flautað hefur verið til leiksloka verða hunsuð.

Spjaldastig
Gult spjald er 10 stig
Rautt spjald er 25 stig
Hver leikmaður getur fengið 35 stig að hámarki. (t.d. Tvö gul spjöld sem gefa rautt spjald teljast sem eitt gult spjald (10 stig) og eitt rautt spjald (25 stig).
Uppgjör verður gert með vísan til tiltækra sannana um spjöld sem sýnd eru í áætluðum 90 eða 45 mínútna leiktíma. Spjöld sem eru sýnd eftir lokaflautið teljast ekki með.

Hornspyrnumarkaðir
Aðeins horn sem eru tekin telja með. Ef horn er tekið aftur mun það aðeins telja sem eitt horn.

Leikmannaspesjalar
Veðmál sem lögð eru undir á leikmenn sem taka þátt í leiknum eru talin gild nema annað sé tekið fram í reglum. Sjálfsmörk teljast ekki með nema þau séu gefin upp sem valkostur.

Fyrir langtímaveðmál þarf leikmaðurinn að ljúka keppni með sama liði og hann byrjaði til að veðmál standi.

Veðmál á leik

Úrslit
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið vinnur leikinn, t.d. Heimalið, Jafntefli eða Útilið

Fjöldi marka
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi marka sem skoruð eru í leiknum eru fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Forgjöf
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða lið vann eftir að búið er að reikna forgjöfina.

Tvöfaldur séns
Veðmál verða útkljáð eftir því hvort leiknum ljúki með öðrum en tveimur valkostunum sem sýndir eru.

Bæði lið skora
Veðmál verða útkljáð samkvæmt því hvort bæði lið skora í leiknum.

Bæði lið skora - Ekkert jafntefli
Ef bæði lið skora og annað liðið vinnur, er útkoma veðmálsins "já". Ef úrslitin eru lið vinnur og heldur hreinu eða jafntefli, er útkoma veðmálsins "nei''.

Hraðveðmál
Þessi tilboð eru frábrugðin veðmálum á tímabil leiks þar sem almenn regla, og nema tilboðið tilgreini annað, eru gerð upp á grundvelli nákvæmlega tímans sem flæði leiksins var rofið/hafið aftur (eftir því sem við á) vegna viðkomandi atviks. Til dæmis: boltinn fer úr leik í innkast/markspyrnu/horn eða boltinn fer yfir marklínuna og mark er dæmt.

Tilboð eru háð ákvörðunum dómara en ekki takmarkað við, spjald sem sýnt er, aukaspyrna/víti dæmd, VAR endurskoðun (atvik verða afgreidd á þeim tíma sem dómari leiksins flautar vegna þeirra. Atvik sem hafa ekki verið samþykkt og/eða viðurkennd af dómurum leiks/viðburðar (td. mörk sem eru dæmd af) verða ekki tekin með við uppgjör veðmálsins.

Veðmál á tímabil
Veðjað á sérstaka tímaramma/tímabil, svo sem skoruð mörk / horn / o.s.frv. Eftir xx mínútur tekur aðeins til greina atvik sem eiga sér stað í tilteknum tímaramma/tímabili. Ekki verður tekið tillit til annarra viðburða og atvika sem áttu sér stað utan tiltekins tímaramma þegar kemur að uppgjöri.

Uppgjör markaða miðar við hvenær atvikið átti sér stað en ekki þegar dómari dæmir það. Til dæmis tíma fyrsta horns tekur aðeins tillit til þess hvenær hornið er í raun og veru tekið. Ef þarf að endurtaka hornið verða veðmál gerð upp miðuð við tíma endurtekna hornsins.

Til nánari útskýringar, fyrsta mínúta leiksins er 0:00 - 0:59, önnur mínúta er 1:00 - 1:59, þriðja mínúta er 2:00 - 2:59, og svo framvegis. Til dæmis er tímaramminn 61-75 mín við tímabilið 60:00 - 74:59.

Atvik í viðbættum leiktíma við lok hálfleiks tilheyra tímarömmum síðustu mínútu viðkomandi hálfleiks.

Afgangur leiks úrslit
Öll veðmál eru útkljáð samkvæmt markatölu það sem eftir líður leiks eftir að veðmálið var lagt undir, öll mörk áður en veðmálið var lagt undir eru hunsuð.

Hálfleikur / Leikslok
Veðmál eru gerð upp samkvæmt úrslitum fyrri hálfleiks.

Rétt úrslit
Veðmál verður afgreitt samkvæmt markatölu leiksins.

Rétt úrslit - Fyrri hálfleikur
Veðmál eru gerð upp samkvæmt stöðu í hálfleik.

Heimalið/Útilið - Fjöldi marka
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi marka sem skoruð eru í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Fyrsta mark heimaliðs/útiliðs
Veðmál verður afgreitt eftir því hvort fyrsta mark tilnefnds liðs var skorað í fyrri hálfleik, seinni hálfleik eða ekkert mark var skorað.

Heimalið/Útilið sigrar og heldur hreinu
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið vinnur leikinn og heldur jafnframt hreinu.

Stærð sigurs
Veðmál verður afgreitt samkvæmt stærð sigurs t.d. Heimaliðið með einu marki. Gert er ráð fyrir jafntefli í einum valkosti.

Fjöldi marka
Veðmál verður afgreitt samkvæmt fjölda marka í leiknum.

Fjöldi marka - Fyrri hálfleikur
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi marka sem skoruð eru í fyrri hálfleik séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Hálfleikur með fleiri mörk
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því í hvorum hálfleiknum verða skoruð fleiri mörk. Jafnmörg mörk er valkostur.

Úrslit í hálfleik
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið sé með forystu í hálfleik t.d. heimalið, jafntefli eða útilið.

Jafntefli ekki með
Veðmál verður afgreitt samkvæmt úrslitum leiksins. Veðupphæð verður skilað ef leiknum lýkur með jafntefli.

Asísk forgjöf
Veðmál verður afgreitt á grundvelli þess hvort liðið vann eftir að búið er að reikna út forgjöfina.

Fyrsta/Síðasta lið til að skora
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið skorar fyrsta/síðasta markið. Sjálfsmörk telja með í þessu veðmáli.

Fjöldi marka - Fyrri hálfleikur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt fjölda marka sem skoruð eru í fyrri hálfleik.

Fjöldi marka - Odda-/Slétt tala
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort fjöldi marka í leiknum séu oddatala eða slétt tala. Engin mörk er slétt tala.

Tvöföld merki - Fyrri hálfleikur
Veðmál verða útkljáð eftir því hvort fyrri hálfleik ljúki með öðrum af tveimur valkostum sem sýndir eru.

Heimalið vinnur ekki
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hver úrslitin verða í leiknum. Veðupphæð verður skilað ef heimaliðið vinnur leikinn.

Útilið vinnur ekki
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hver úrslitin verða í leiknum. Veðupphæð verður skilað ef útiliðið vinnur leikinn.

Heimalið/útilið skorar í báðum hálfleikjum
Veðmál verður afgreitt eftir því hvort tilnefnt lið skorar í bæði fyrri og seinni hálfleik.

Heimalið/útilið vinnur fyrri eða seinni hálfleik
Veðmál verður afgreitt eftir því hvort tilnefnt lið skoraði fleiri mörk en andstæðingurinn annaðhvort í fyrri eða síðari hálfleik.

Mark í bæði net
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort skorað verði í bæði mörk vallarins.

Ef lið skorar í báðum hálfleikjum sigra Já-veðmál því skorað var á báðum endum vallarins. Ef lið vinnur 2-0 og skorar bæði mörkin í síðari hálfleik sigra Nei-veðmál því bæði mörkin komu á sama enda vallarins.

Mörk í báðum hálfleikjum
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort skorað verður í bæði fyrri og síðari hálfleik.

Úrslit + Fjöldi marka
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið vinnur leikinn og fjölda marka sem skoruð eru í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Úrslit + Bæði lið skora
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið vinnur leikinn og hvort bæði lið skora.

Kemst áfram
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið komist í næstu umferð.

Siguraðferð
Veðmál verður afgreitt samkvæmt þeim hætti sem viðureignin endar.

Sjálfsmark
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort sjálfsmark var skorað í leiknum. Aðeins opinberar ákvarðanir teljast með í þessu veðmáli.

Vítaspyrna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort víti verði dæmt í leiknum.

Rautt spjald
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður verði rekinn útaf í leiknum. Í veðmálsskyni teljast þjálfaralið og leikmenn á bekknum ekki með í þessu veðmáli.

Mörk eftir 90. mínútu
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort skorað var frá og með 90. mínútu.

Stöng/slá
Boltinn verður að fara beint í stöng/slá og tilvik þegar boltinn fer af leikmanni áður teljast ekki með. Tilvik þegar boltinn lendir í stöng/slá sem leiðir beint til marks, teljast ekki til þess að boltinn hafi farið í stöng/slá heldur tilheyrir markinu sem skorað er.

Gangur leiks
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið tekur forystuna ásamt úrslitunum í lok áætlaðra 90 mínútna (þar með töldum uppbótartíma) óháð því hversu oft forystan getur breyst á milli.

Tegund fyrsta marks
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvernig fyrsta markið verður skorað. Aukaspyrna er aðeins sigurvalkosturinn þegar sá sem tekur aukaspyrnuna skorar beint og fær markið skráð á sig opinberlega.

Upphafsspyrna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið hefur leikinn. Öll veðmál sem eru lögð undir 10 mínútum á undan upphafsspyrnu verða ógild.

Fjöldi brota
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg brot verða framin í leiknum.

Flest brot framin
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið fremur flest brot í leik.

Heimalið/Útilið - Fjöldi brota
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg brot tilnefnda liðið framdi í leiknum.

Fyrsta spjald
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort lið fær fyrsta spjaldið í leiknum.

Fjöldi spjalda
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg spjöld verða sýnd í leiknum.

Heimalið/Útilið - Fjöldi spjalda
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg spjöld tilnefnda liðið fær.

Flest spjöld
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið fær fleiri spjöld í leiknum.

Fyrsta hornspyrna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Fjöldi hornspyrna - Fyrri hálfleikur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar hornspyrnur verða dæmdar í fyrri hálfleik.

Fjöldi hornspyrna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar hornspyrnur verða dæmdar í leiknum.

Hornaforgjöf
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið tekur fleiri hornspyrnur í leiknum eftir að búið er að reikna út forgjöfina.

Heimalið/Útilið - Fjöldi hornspyrna
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg mörk vera skoruð í fyrri hálfleik.

Flest horn
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið fær fleiri hornspyrnur í leiknum.

Innáskiptingar - Fyrri hálfleikur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort innáskipting hafi átt sér stað í fyrri hálfleik. Innáskiptingar í hálfleik verða ekki taldar með.

Fjöldi innáskiptinga
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar innáskiptingar verða í leiknum.

Varamaður skorar
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort leikmaður sem byrjaði á bekknum skori í leiknum.

Uppbótartími - Fyrri hálfleikur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar mínútur eftirlitsdómarinn sýnir að bætt verði við í fyrri hálfleik. Umframmínútur verða ekki taldar með.

Uppbótartími - Síðari hálfleikur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar mínútur eftirlitsdómarinn sýnir að bætt verði við í síðari hálfleik. Umframmínútur verða ekki taldar með.

Flest innköst
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið fái fleiri innköst í leik.

Fjöldi skota á rammann
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort hvort fjöldi skota á rammann í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Heimalið/Útilið - Fjöldi skota á rammann
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort fjöldi skota tilnefnds liðs á rammann í leiknum séu fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Flest skot á rammann
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið á fleiri skota á rammann í leiknum.

Fjöldi rangstaða
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu oft leikurinn verður stoppaður vegna þess að leikmaður er rangstæður.

Meira með boltann Forgjöf
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið er meira með boltann eftir að búið er að reikna út forgjöfina.

Heimalið/Útilið - Meira með boltann
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið sé meira með boltann samkvæmt prósentuhlutfalli séu yfir eða undir ákveðnu viðmiði.

Meira með boltann %
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort liðið sé meira með boltann samkvæmt prósentuhlutfalli.

VAR athugun
VAR endurskoðun er þegar dómarinn stöðvar leikinn til að skoða atvik sjálfur á vellinum í skjá. Allar þöglar athuganir sem VAR gerir eða hvers kyns annars konar VAR endurskoðanir teljast ekki til uppgjörs á þessum markaði.

Ákvarðanir Videódómara (VAR) sem ganga gegn upphaflegri ákvörðun dómarans leiðir af sér að öll veðmál sem voru lögð undir í tímarammanum á milli upphaflega atviksins og lokaákvörðun dómarans varðandi ákvörðunina eru ógild. Stuðlar á mörkuðum sem atvikið hafði ekki áhrif á standa.

Markaskorarar
Ef deilt er um hver skoraði mark ræðst útkoman út frá ákvörðun opinbers sambands. Í leikjum/viðburðum þar sem opinbert samband er ekki viðurkennt (t.d. í vináttuleikjum) verður niðurstaðan byggð á fyrsta áhorfi eða öðrum opinberum heimildum.

Live - Næsti markaskorari
Reynt verður að telja upp alla leikmenn liðs. Ef leikmaður skorar næsta mark sem hefur ekki verið innifalinn í upphafi mun leikmaðurinn samt sem áður vera álitinn sigurvegarinn. Veðmál á leikmenn sem taka ekki þátt í leiknum verða ógild. Allir leikmenn sem voru á vellinum fyrir næsta mark sem er skorað koma til greina. Uppgjör veðmáls ræðst ekki út frá framlengingu og/eða vítaspyrnukeppni. Veðmál eru ógild ef næsta mark er sjálfsmark.

Fyrsti markaskorari
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða leikmaður skorar fyrsta markið í leiknum. Ef tilnefndur leikmaður byrjar ekki leikinn og kemur inn á völlinn áður en fyrsti markaskorara-markaðurinn hefur verið gerður upp standa veðmál sem lögð eru undir á þann leikmann. Óskráðir leikmenn teljast sigurvegarar ef þeir skora fyrsta mark leiksins. Ef eina mark leiksins er sjálfsmark, þá vinnur Enginn Markaskorari valkosturinn.

Síðasti markaskorari
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða leikmaður skorar síðasta markið í leiknum. Allir leikmenn sem taka þátt í leiknum eru taldir gildir sem síðasti markaskorari. Allir óskráðir leikmenn teljast sigurvegarar ef þeir skora síðasta mark leiksins. Ef eina mark leiksins er sjálfsmark, þá vinnur Enginn Markaskorari valkosturinn.

Markaskorari
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori í leiknum.

Leikmaður skorar 2 eða fleiri mörk
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort leikmaður skori 2 eða fleiri mörk í leik.

Leikmaður skorar þrennu
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort leikmaður skori þrennu eða fleiri mörk í leik.

Leikmaður fær spjald
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður verði spjaldaður í leik.

Leikmaður fær rautt spjald
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður fái rauða spjaldið í leik.

Leikmaður skorar og liðið hans vinnur
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori og liðið hans vinnur.

Leikmaður skorar í báðum hálfleikjum
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori í bæði fyrri og síðari hálfleik. Leikmaðurinn verður að taka þátt í báðum hálfleikjum til að veðmál standist.

Leikmaður skorar með skoti utan teigs
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori utan teigs. Allur boltinn verður að vera utan vítateigs þegar honum var skotið.

Leikmaður skorar með skalla
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori með skalla.

Leikmaður skorar beint úr aukaspyrnu
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori beint úr aukaspyrnu. Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort leikmaðurinn sem tók aukaspyrnuna fái markið skráð á sig.

Skot leikmanna á rammann Yfir/undir – Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg skot á rammann valinn leikmaður á í leiknum. Skot á rammann er hver viljandi marktilraun sem annaðhvort endar í netinu, hefði farið í netið en er varið af markverðinum eða hefði farið í netið en er stöðvað af varnarmanni sem er aftasti maðurinn. Skot sem lenda í stöng/slá marksins teljast ekki sem skot á rammann nema sama skot skili marki. Skot sem leikmaður sem er ekki aftasti varnarmaður blokkar eru ekki talin skot á rammann.

Skot leikmanns yfir/undir - Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg skot valinn leikmaður tekur í leik. Skot er skilgreint sem viljandi marktilraun:

a) Fer í netið
b) Hefði farið í netið ef markvörðurinn hefði ekki varið það eða andstæðingurinn sem var aftasti maðurinn komið í veg fyrir það.
c) Stefnir á markið en er blokkerað af andstæðingi sem er með aðra samherja eða markvörðinn sinn fyrir aftan sig.
d) Hefði farið yfir eða framhjá ef markvörðurinn eða andstæðingur hefði ekki varið það.
e) Lendir í ramma marksins.

Brot leikmanns yfir/undir
- Leikmaðurinn verður að hefja leik til að veðmál teljist gilt. Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu mörg brot valinn leikmaður framdi í leiknum.

Brot á leikmanni yfir/undir - Leikmaðurinn verður að hefja leik til að veðmál teljist gilt. Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu oft var brotið á völdum leikmanni í leiknum.

Sendingar leikmanns yfir/undir - Leikmaðurinn verður að hefja leik til að veðmál teljist gilt. Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar heppnaðar sendingar valinn leikmaður átti í leiknum.

Fjöldi sendinga sem reyndar eru yfir/undir - Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar sendingatilraunir valinn leikmaður á í leik. Sending er skilgreind sem viljandi leikinn bolti frá einum leikmanni til annars. Fyrirgjafir, innköst og markvarðarköst teljast ekki sem sending. Markspyrnur, aukaspyrnur, hornspyrnur, upphafsspyrnur og vítaspyrnur geta verið sending.

Fjöldi heppnaðra sendinga yfir/undir - Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar heppnaðar sendingar valinn leikmaður á í leik. Sending er skilgreind sem viljandi leikinn bolti frá einum leikmanni til annars. Fyrirgjafir, innköst og markvarðarköst teljast ekki sem sending. Markspyrnur, aukaspyrnur, hornspyrnur, upphafsspyrnur og vítaspyrnur geta verið sending.

Rangstæður leikmanns yfir/undir - Veðmál verður afgreitt samkvæmt fjölda skipta sem valinn leikmaður verður dæmdur rangstæður í leiknum.

Tæklingar leikmanns yfir/undir - Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hversu margar tæklingar valinn leikmaður gerir í leik. Tækling er þegar leikmaður snertir boltann á jörðinni og hirðir hann af andstæðingnum. Leikmaðurinn sem er tæklaður verður greinilega að vera með boltann áður en tækling er gerð.

Leikmaður fær víti
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort brotið sé á viðkomandi leikmanni þannig að hann fái víti. Vítaspyrnur vegna þess að bolti fer í hendi teljast ekki með í þessu veðmáli.

Leikmaður skorar sigurmarkið
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður skori sigurmarkið. Mark er talið sigurmark þegar liðið vinnur leikinn án þess að skora fleiri mörk, til dæmis þriðja mark sigurliðsins í 5–2 sigri.

Leikmaður spilar allan leikinn
Leikmaðurinn verður að hefja leikinn til að veðmál teljist gilt. Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvort viðkomandi leikmaður spili allan leikinn.

Sendur upp í stúku
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort nefndur stjóri/þjálfari verði útilokaður frá vellinum af dómara leiksins meðan á leik stendur. Ef stjóri/þjálfari byrjar leikinn í stúkunni eða kýs sjálfur að hverfa frá tæknisvæðinu og inn í stúkuna á meðan leik stendur mun það ekki telja. Ef stjóri/þjálfari eyðir öllum leiknum í stúkunni að eigin vilja, verða veðmál ógild.

Maður leiksins
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hver er tilkynntur sem maður leiksins af opinberu mótasambandi eins og FIFA fyrir leiki á HM o.s.frv. Ef enginn er tilkynntur af opinberu mótanefndinni sem maður leiksins verða veðmál gerð upp á grundvelli leikmannsins sem aðalsjónvarpsstöðin í Bretlandi afhenti verðlaunin fyrir mann leiksins í eftirfarandi forgangsröð nema annað sé tekið fram: i) BBC/ITV ii) Sky iii) BT Sport iv) Euro Sport.

Ef enginn fær verðlaun í beinni verða öll veðmál ógild, óháð því hvort einhver leikmaður sé tilgreindur af stjórnanda eða sparkspekingum þátta. Dead heat reglur gilda ef fleiri en einn leikmaður fær afhent verðlaun.

Óskráðir leikmenn teljast sigurvegarar ef þeir eru valdir menn leiksins. Leikmenn sem taka þátt í leiknum verða álitnir gildir handhafar verðlaunanna.

Veðmál til lengri tíma
Sigurvegari og önnur mótsstengd veðmál
Veðmál verða gerð upp á grundvelli lokastöðu liðs eftir lok deildarkeppni, að úrslitakeppnisleikjum undanskildum. Þetta felur einnig í sér mót sem skiptast í tvennt á miðju tímabili.

Undantekning frá þessari reglu er í Suður-Ameríkudeildum, þar sem ef tvö lið eru jöfn að stigum í efsta sæti, verður spilaður umspilsleikur til að ákvarða sigurvegara í deildinni. Þá verður sigurvegari umspilsins álitinn sigurvegari.

Markakóngur
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða leikmaður skoraði flest mörk í móti/keppni. Leikir í deild gilda en umspilsleikir ekki. Sjálfsmörk telja ekki með. Dead Heat reglur gilda.

Bein spá
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða tvö lið enda í 1. og 2. sæti deildarinnar.

Tvöföld spá
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða tvö lið enda í 1. og 2. sæti deildarinnar óháð því í hvoru sætinu þau lentu.

Uppruni sigurvegara
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því úr hvaða riðli sigurvegarinn kom úr.

Sigurvegari í fyrsta skipti
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort sigurvegari mótsins/keppninnar hafi unnið mótið/keppnina áður.

Markahæsta liðið
Veðmál verða gerð upp samkvæmt því hvaða lið skoraði flest mörk í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Lið sem skorar fæst mörk
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið skorar fæst mörk í keppninni/mótinu. Dead Heat reglur gilda.

Liðið sem fær flest mörk á sig
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið fær flest mörk á sig í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Liðið sem fær fæst mörk á sig
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið fær fæst mörk á sig í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Liðið sem fær flest gul spjöld á sig
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið fær á sig flest gul spjöld í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Liðið sem fær flest rauð spjöld á sig
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið fær á sig flest rauð spjöld í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Markahæsti riðillinn
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því í hvaða riðli flest mörk verða skoruð. Dead Heat reglur gilda.

Markalægsti riðillinn
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því í hvaða riðli fæst mörk verða skoruð. Dead Heat reglur gilda.

Besti leikmaðurinn
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn bestur í keppni/móti. Golden Ball er veittur t.d. besta leikmanni HM.

Besti ungi leikmaðurinn
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn besti ungi leikmaðurinn í keppni/móti.

Besti markvörðurinn
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn besti markvörður mótsins. Golden Glove er veittur t.d. besta markverði HM.

Besti varnarmaðurinn
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn besti varnarmaður mótsins.

Besti miðjumaðurinn
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn besti miðjumaður mótsins.

Besti framherjinn
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður var valinn besti framherji mótsins.

Lið mótsins
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmenn komast í opinbert lið mótsins óháð hvaða stöðu þeir spila. Ef engin opinber skráning er birt þá verða öll veðmál dæmd ógild.

Besta lokastaðan
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því í hvaða sæti viðkomandi lið enda í mótinu. Dead Heat reglur gilda.

Markakóngur
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður skoraði flest mörk í móti/keppni. Dead Heat reglur gilda.

Hvenær fellur viðkomandi lið úr leik?
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því í hvaða umferð liðið féll úr keppni.

Markakóngur liðs
Veðmál verða gerð upp afgreidd samkvæmt hvaða leikmaður skoraði flest mörk í móti/keppni. Leikir í deild gilda en umspilsleikir ekki. Sjálfsmörk telja ekki. Dead Heat reglur gilda.

Stoðsendingarkóngur liðs
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða leikmaður lagði upp flest mörk í móti/keppni. Leikir í deild gilda en umspilsleikir ekki. Dead Heat reglur gilda.

Lið kemst úr riðlakeppni
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort viðkomandi lið komist í útsláttarkeppni mótsins/keppninnar.

Riðlakeppni - Nákvæmur fjöldi stiga
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hversu mörg stig lið hefur í riðlakeppni móts.

Riðlakeppni - Fjöldi stiga
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hversu mörg stig lið hefur í riðlakeppni móts samkvæmt viðmiði fyrir viðeigandi lið.

Riðlakeppni - Fjöldi marka
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hversu mörg mörk lið skorar í riðlakeppni móts samkvæmt viðmiði fyrir viðeigandi lið.

Riðlakeppni - Fjöldi marka fengin á sig
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hversu mörg mörk lið fær á sig í riðlakeppni móts samkvæmt viðmiði fyrir viðeigandi lið.

Riðlakeppni - Fjöldi gulra spjalda
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hversu mörg gul spjöld lið fær á sig í riðlakeppni móts samkvæmt viðmiði fyrir viðeigandi lið.

Síðasta lið sem er ósigrað
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða lið hefur flesta sigra og jafntefli áður en það tapar leik. Dead Heat reglur gilda.

Markakóngur og lið leikmanns vinnur kepppnina
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort viðkomandi leikmenn endi sem markakóngur og lið hans vinni einnig mótið.

Heldur oftast hreinu
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið heldur oftast hreinu í keppni/móti. Dead Heat reglur gilda.

Flestar stoðsendingar
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða leikmaður á flestar stoðsendingar í mótinu/keppninni. Dead Heat reglur gilda.

Lið sem verður fyrst til að skora 7 mörk
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða lið skorar fyrst 7 mörk í mótinu. Sjálfsmörk telja ekki. Liðið sem skorar 7 mörk á fæstum mínútum vinnur veðmálið.

Forgjafar-deildarsigurvegari
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða lið vann mótið eftir að búið er að reikna út forgjöfina.

Á toppi deildarinnar 25. desember / 31. desember
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða lið er efst í deildinni 25. desember / 31. desember.

Fótboltaspesjalar

Sumar- og Vetrarfélagsskipti leikmanna í Evrópu
Veðmál verða gerð upp samkvæmt því í hvaða lið tilnefndur leikmaður er skráður hjá þegar félagsskiptaglugganum lokar. Lán telja ekki með nema annað sé tekið fram. Ef leikmaður heldur kyrru fyrir vinna öll veðmál sem völdu núverandi lið. Öll veðmál gilda ef leikmaður skrifar undir hjá félagi sem var ekki talið upp. "Pre-contracts" eða annað sambærilegt samkomulag gildir ekki. Veðmál sem eru lögð undir eftir opinbera tilkynningu eru ógild.

Næsti fastráðni stjóri
Veðmál verða gerð upp samkvæmt því hver er opinberlega ráðinn sem knattspyrnustjóri liðs. Bráðabirgðastjórar teljast ekki með nema þeir ljúki að minnsta kosti 10 keppnisleikjum við stjórnvölinn og þeir munu þá teljast fastráðnir stjórar. Komi upp efasemdir um val á stjóra getur betsson.com ákveðið hvernig eigi að gera upp markaðinn út frá þeim upplýsingum sem tiltækar eru á þeim tíma. Öll veðmál gilda ef stjóri er ráðinn sem var ekki á listanum. Veðmál sem eru lögð undir eftir opinbera tilkynningu eru ógild.

Fjöldi bikara unnir.
Nema það sé tekið sérstaklega fram verða veðmál útkljáð samkvæmt frammistöðu liðs í eftirfarandi keppnum: deildarkeppni, jafngildi FA-bikars og deildarbikars sem og Meistaradeildar, Sambandsdeildar (Conference) eða Evrópudeildar. Aðrir bikarar gilda ekki.

Næsta félag stjóra
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða liðs stjóri fer til næst. Veðmál sem eru gerð eftir opinbera tilkynningu eru ógild.

Næsti stjóri sem hættir hjá liði
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvaða stjóri verður næstur til að hætta hjá félagi áður en deildarkeppninni lýkur auk umspils. Þetta á við stjóra sem hætta sjálfviljugir eða eru reknir. Veðmál sem eru lögð undir eftir opinbera tilkynningu eru ógild.

Fjöldi bikara unnir
Nema það sé tekið sérstaklega fram verða veðmál gerð upp samkvæmt frammistöðu liðs í eftirfarandi keppnum: í deildarkeppni, jafngildi FA-bikars og deildarbikars og í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Aðrir bikarar gilda ekki.

Leikmannahópur
Veðmál verða afgreidd samkvæmt því hvort leikmaður sé á lista yfir leikmenn. Veðmál sem eru lögð undir eftir opinbera tilkynningu eru ógild.

Dagleg sértilboð
Öll veðmál sem finnast undir Daglegum sértilboðum verða gerð upp samkvæmt niðurstöðu þess dags. Aðeins tímabeltið á staðnum þar sem mótið er haldið gildir. Ef leikjum liðanna sem eru tekin fram í veðmálinu er frestað eða hætt verða öll veðmál ógild.

Fantasy leikir
Í fantasíuleikjum keppa tvö lið í sýndarveruleika. Sigurvegari þessa viðureignar er liðið sem skorar flest mörk á þeim leikdegi gegn alvöruandstæðingi. Aðeins mörk eru talin, sigur eða tap skiptir engu máli.

15.26 Formúla 1

Tímabilsveðmál

Keppni ökumanna
Veldu sigurvegara ökumanna

Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Keppni liða
Veldu sigurliðið

Veðmál verða ákvörðuð af opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Hversu mörg Grand Prix viðkomandi ökumaður vinnur.
Spáðu fyrir um hversu marga Grand Prix kappakstra viðkomandi ökumaður vinnur.

Veðmál verða ákvörðuð af opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Tímabilsveðmál
Hvaða ökumaður verður efstur í keppni ökumanna.

Veðmál verða ákvörðuð af opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Oftast á ráspól á tímabilinu.
Veldu ökumanninn sem þú telur að verði oftast á ráspól.

Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu hvers Grand Prix.

Oftast á ráspól á tímabilinu.
Veldu ökumanninn sem þú telur að verði oftast á ráspól.

Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu hvers Grand Prix.
Jafntefli ógildir veðmiðann.

Einstakir Grand Prix markaðir

Sigurvegari kappaksturs
Veldu sigurvegara kappakstursins.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Verðlaunapallur
Spáðu fyrir um hvort ökumaður endi á verðlaunapalli.
Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Stigasæti
Spáðu fyrir um hvort ökumaður endi í stigasæti.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Ökumaður gegn ökumanni
Hvor ökumanna kemur á undan í mark.

Komi hvorugur ökumaðurinn í mark ræður fjöldi heilla hringja sem er lokið úrslitum. Ef báðir ökumenn ljúka sama fjölda heilla hringja verða veðmál ógild.

Báðir ökumenn verða að byrja kappaksturinn til að veðmál standist.

Fyrstur til að hætta keppni.
Spáðu hvaða ökumaður hættir fyrstur eftir að kappaksturinn hefst.

Kappaksturinn hefst á upphitunarhringnum (formation lap).

Dead Heat reglur eiga við ef fleiri en tveir ökumenn hætta á sama hring.

Fjöldi gildra bílstjóra
Í samræmi við reglu 45.2 í Formúlu-1 íþróttareglugerð FIA, munu ökumenn sem hafa lokið 90% eða meira af þeim hringjum sem sigurvegarinn nær (námundað í næsta heilan fjölda hringja) taldir hafa lokið keppninni. Þeir sem ekki hafa náð 90% viðmiðunarmörkum verða því álitnir ekki hafa klárað keppnina.

Fjöldi ökumanna sem klára keppni
Spáðu fyrir um hvort fjöldinn sé undir eða yfir ákveðnu viðmiði.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Lið gegn liði
Spáðu fyrir um hvort ökumaður endi framar en liðsmenn andstæðingsins.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Fyrsta lið sem hættir keppni
Spáðu fyrir um hvaða lið á ökumanninn sem hættir keppni áður en andstæðingurinn.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Dead Heat reglur eiga við ef fleiri en tveir ökumenn hætta á sama hring.

Sigurvegari Lið
Hvaða lið vinnur kappaksturinn.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Þjóðerni sigurvegara kappaksturs
Spáðu fyrir um þjóðerni sigurvegara.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Stærð sigurs
Spáðu fyrir um hvort vinningsbilið milli sigurvegara keppninnar og annarra ökumanna verði yfir eða undir tilteknum tíma.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Öryggisbíll
Spáðu fyrir um hvort öryggisbíll verði notaður.

Ef Grand Prix hefst með öryggisbíl (t.d. vegna veðurs) í stað ræsiljósa skal þessi áfangi ekki teljast öryggisbíll í veðmálaskyni. Það sama á við öryggisbíl sem kemur út strax eftir rauða flaggið. Sýndarveruleikaöryggisbíll telst ekki heldur öryggisbíll í veðmálaskyni.

Hætta á fyrsta hring
Spáðu fyrir um hversu margir klára ekki fyrsta hring.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap).

Einungis þeir ökumenn sem hefja keppni verða taldir með. Ökumenn sem hefja ekki kappaksturinn eru skráðir sem "DNS" í opinberum niðurstöðum kappakstursins.

Topp 6
Spáðu hvaða ökumaður endi í topp sex.
Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Keppandi er hraðastur í undanrásunum, á hraðasta hring í kappakstrinum og vinnur mótið.
Spáðu fyrir um hvaða keppandi verður hraðastur í undanrásunum, á hraðasta hring í kappakstrinum og vinnur mótið.

Öll veðmálin verða að vera rétt til að skila vinningi.
Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Lokastaða ökumanns
Spáðu fyrir um í hvaða sæti ökumaður lendir í.

Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.
Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Hraðasti hringurinn
Hvaða ökumaður á hraðasta hringinn í kappakstrinum.

Veðmál eru gerð upp út frá opinberum úrslitum.

Tvöfalt veðmál
Spáðu fyrir um hvaða ökumenn lenda í 1. og 2. sæti. Aðeins ein veðupphæð er nauðsynleg.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Fremstur á ráspól og vinnur kappaksturinn.
Spáðu fyrir um hvaða ökumaður verður hraðastur í tímatöku og vinnur síðan kappaksturinn.

Hraðastur verður sá sem verður hraðastur í síðustu tímatökunni. Breytingar á rásröð hafa ekki áhrif.

Grand Prix hefst á upphitunarhringnum (formation lap). Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Bæði veðmálin verða að vera rétt.

Fyrstur eftir fyrsta hring
Spáðu fyrir um hvaða ökumaður verður fyrstur eftir fyrsta hring.

Ef það verða breytingar á uppröðun ökumanna munu öll veðmál standa.
Ef ökumaður eða lið er dæmt úr leik eða hættir á fyrsta hring, munu veðmál sem lögð eru undir á þessum markaði standa.

Ef valinn ökumaður tekur ekki þátt í fyrsta hring verða veðmál sem lögð eru á þann ökumann á þessum markaði ógild.

Ef kappaksturinn hefst með öryggisbíl verða veðmál sem lögð eru undir á þennan markað gerð ógild.
Uppgjöri veðmála verður ekki breytt vegna úrskurða stjórna eftir mót.

Tímataka

Efstur á ráspól
Spáðu hver verður hraðastur í lokatímatökunni.

Breytingar á rásröð eftir lokatímatöku hafa ekki áhrif.

Veðmál í tímatöku
Spáðu hver verður hraðastur í lokatímatökunni.

Breytingar á rásröð eftir lokatímatöku hafa ekki áhrif.

Báðir keppendur verða að byrja til að veðmál standist.

Lið - Sigurvegari í tímatöku
Spáðu hvaða lið verður hraðast í lokatímatökunni.

Breytingar á rásröð eftir lokatímatöku hafa ekki áhrif.

Sigurvegari á æfingu
Hvaða ökumaður á hraðasta hringinn á æfingu.

Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu hverrar keppni.

Veðmál á ökumenn sem taka ekki þátt eru ógild.

Stærð sigurs
Spáðu fyrir um að munurinn á milli sigurvegara mótsins og annarra ökumanna verði yfir eða undir tilteknum tíma.

15.27 Futsal

Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram. Venjulegur leiktími er skilgreindur í opinberum reglum viðkomandi stjórnar. Ef leikur hefst áður en áætlað var, þá verða öll veðmál sem gerð voru eftir að leikur hófst dæmd ógild.

Uppgjöri verður ekki breytt vegna breytinga eða úrskurða stjórna eftir leik eða mót.

Veðmál á leik

Úrslit
Veðmál verður afgreitt samkvæmt því hvaða lið vinnur leikinn, t.d. Heimalið, Jafntefli eða Útilið.

Fjöldi marka
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvort fjöldi marka sem skoruð eru í leiknum eru fleiri eða færri en ákveðið viðmið.

Forgjöf
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða lið vann eftir að búið er að reikna forgjöfina.

Veðmál til langs tíma

Sigurvegari og önnur mótstengd veðmál
Veðmál verða gerð upp á grundvelli lokastöðu liðs eftir lok deildarkeppni, að úrslitakeppnisleikjum undanskildum.

Markakóngur
Veðmál verða gerð upp á grundvelli þess hvaða leikmaður skoraði flest mörk í móti/keppni. Leikir innan deilda gilda en úrslitakeppnir telja ekki. Sjálfsmörk telja ekki. Dead Heat reglur gilda.

15.28 Golf

Öll veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum. Í einvígjum sem miða við hringi er krafist að báðir þátttakendur slái að minnsta kosti eina kúlu hvor í tiltekinni umferð til að veðmál standist. Í einvígjum sem miða við mót er krafist að báðir þátttakendur slái að minnsta kosti eina kúlu hvor í tilteknu móti til að veðmál standist. Ef báðir kylfingarnir ná ekki að klára alla hringina er sá kylfingur sem er með hærri lokastöðuna sigurvegari.

Ef viðburðurinn styttist, t.d. vegna óveðurs, verða veðmál afgreidd svo framarlega sem opinber úrslit í mótinu liggja fyrir (samkvæmt reglum mótsins, t.d. að lágmarki 54 holur leiknar á PGA-móti) óháð fjölda hringja sem hafa verið spilaðir.

Veðmál sem samþykkt eru eftir að hring lýkur þann dag eru ógild ef ekki er um frekari spil að ræða sem telst til úrslita í mótinu (annað en umspil).

Topp 5 / Topp 10 / Topp 20
Í mótunum þar sem ofangreindir sæta-markaðir eru í boði, verður "Dead Heat reglunni“ beitt.

Ná köttinu
Viðkomandi spilari verður að spila 36 holur til að veðmál standist.

Hringur - 3 kúlur (3 balls)
Í 3 kúlu (3 balls) sem miða við hringi er krafist að allir 3 þátttakendur slái að minnsta kosti eina kúlu hver í tilteknum hring til að veðmál standist. Ef 1 eða fleiri spilarar spila ekki að minnsta kosti einni kúlu, þá verða öll veðmál talin ógild. Ef 2 eða fleiri spilarar fá sama skor verður "Dead Heat reglunni" “ beitt.

15.29 Fimleikar

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.30 Handbolti

Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram. Ef áætlaðar 60 mínútur eru ekki spilaðar, þá verða öll veðmál á leikinn ógild og stillt á stuðlana 1.00, nema veðmál þar sem úrslitin hafa þegar verið ákveðin.

Ef leiknum hefur verið frestað eða aflýst verða öll veðmál ógild ef leikurinn verður ekki spilaður innan 12 klukkustunda frá upphaflegum upphafstíma.

Leikmannaspesjalar
Leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Annars verða þau gerð ógild og stuðlarnir stilltir á 1.00. Engar endurgreiðslur vegna spilara sem byrja ekki á markakónga-mörkuðum.

Leikmannaspesjalar
Leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Engar endurgreiðslur vegna spilara sem byrja ekki á markakónga-mörkuðum.

15.31 Íshokkí

Það verða að vera 5 mínútur eða minna eftir af áætluðum leiktíma eftir til að veðmál gildi nema niðurstaða markaðar liggi þegar fyrir.

Öll veðmál miða við venjulegan leiktíma nema annað sé tekið fram.

Ef það kemur fram að markaðurinn innihaldi framlengingu og vítakeppni en hvorki framlenging né vítakeppni fari fram og viðureignin endar með jafntefli þá verða úrslitin gild sem voru eftir venjulegan leiktíma til að útkljá veðmálið.

Ef leikur ræðst með vítakeppni, bætist eitt mark við stig sigurliðsins og heildarstigafjölda leiksins vegna uppgjörs. Þessi regla gildir aðeins fyrir markaði sem innihalda framlengingu.

Sigurvegari NHL Vestur- eða Austurdeildarinnar - Liðið sem kemst áfram í Stanley Cup úrslitaleikinn telst sigurvegari.

Leikmannaspesjalar
Leikmenn verða að taka þátt í leiknum til að veðmál standist. Öll stig/mörk/stoðsendingar/skot eða önnur tölfræði í venjulegum leiktíma og framlengingu gilda; tölfræði í vítakeppni gildir ekki.

Markvarðaspesjalar
Verða að byrja. Framlenging telst með, vítakeppni telst ekki með.

Grand Salami: Allir leikir verða að vera spilaðir til að veðmál standist. Ef leik er frestað verða veðmál ógild nema leikurinn sé spilaður innan 12 klukkustunda frá upphaflegum upphafstíma. Ef markaðinum Yfir/Undir fjölda marka hefur þegar fengið niðurstöðu sem "Yfir" standa veðmál.
Fantasy leikir

Sjá fótboltareglur.

15.32 Indy Car

Sigurvegari seríunnar (series)
Veldu sigurvegara seríunnar
Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Sigurvegari einstaks kappaksturs
Veldu sigurvegara kappakstursins.
Kappaksturinn hefst á upphitunarhringnum (formation lap).
Uppröðun keppenda á verðlaunapalli telst niðurstaða veðmálsins og ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

15.33 Júdó

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.34 Lacrosse

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista.

15.35 MMA

Úrslit verða gerð upp samkvæmt opinberri niðurstöðu í hringnum. Úrslitin geta verið endurskoðuð eða breytt eftir að kynnirinn tilkynnir þau. Úrslit eru ekki opinber í veðmálaskyni fyrr en embættismenn á bardagastaðnum hafa staðfest þau.

Breytingar eftir úrslit bardaga sem hnekkir bardagaákvörðun á grundvelli áfrýjunar, málaferla, niðurstöðu lyfjaprófa eða annarra refsiaðgerða verða ekki viðurkenndar og úrslit veðmála standa.

Veðmál á bardagakappa að vinna með "KO/TKO" teljast sigurvegarar ef bardagakappinn vinnur með KO, TKO eða hornstöðvun "corner stoppage".

Veðmál á bardagakappa "Inside Distance" vinnur ef valinn bardagamaður vinnur með KO, TKO, DQ, uppgjöf eða einhverri annarri stöðvun áður en dómaraákvörðun þarf.

Helmingur lotunnar er nákvæmlega tvær mínútur og 30 sekúndur af 5 mínútna lotu. 3½ lota er því tvær mínútur og 30 sekúndur af 4. lotu.

Vegna veðmála á ákveðinn fjölda lota: Ef keppandi svarar ekki bjöllunni til að hefja lotu eftir að bardaginn hefur enst nákvæmlega í þann tíma sem er skráður vinnur UNDIR því lotan hófst ekki opinberlega.

Þegar jafntefli á sér stað eru veðmál á annan hvorn keppandann sem sigurvegara endurgreidd að undanskildum veðmálum þar sem jafnteflisvalkosturinn er í boði. Öll önnur veðmál eru flokkuð í samræmi við tiltekið orðalag þeirra.

Samhljóða ákvörðun er viðurkennd þegar allir þrír dómararnir dæma hann sem sigurvegara.

Ósamhljóma ákvörðun (split decision) er þegar tveir dómarar dæma keppanda sem sigurvegara og einn dómari álítur hinn keppandann sigurvegara.

Meirihlutaákvörðun (majority decision) er þegar tveir dómarar dæma keppanda sem sigurvegara og einn dómari álítur bardagann jafntefli.

Í bardaga sem er talinn "no contest" verða veðmál endurgreidd.

Fer lota fram?-markaðir. Dæmi: 2. lota var hafin ef a.m.k. ein sekúnda leið af 2. lotu.

15.36 Mótorhjól

Sigurvegari mótaraðar
Veldu sigurvegara ökumanna í mótaröð.
Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Blásið af eða frestað
Ef viðburður er blásinn af eða frestað og engin opinber niðurstaða er lýst yfir eru veðmál ógild.

Sigurvegari einstaks kappaksturs
Veldu sigurvegara kappakstursins.
Kappaksturinn hefst á upphitunarhringnum (formation lap).
Komi til frávísunar mun röð keppenda á verðlaunapallinum teljast niðurstaðan.

Verðlaunapallur
Spáðu hvort keppandi endi á verðlaunapalli.
Komi til frávísunar mun röð keppenda á verðlaunapallinum teljast niðurstaðan.

Efstur á ráspól
Spáðu hvaða keppandi endi efstur á ráspól.
Veðmál eru afgreidd miðað við úrslit lokatímatökunnar.Breytingar á rásröð eftir lokatímatöku hafa ekki áhrif.

Einvígisveðmál
Hvaða keppandi kemur fyrst í mark.
Báðir keppendur verða að byrja til að veðmál standist.
Ef annar keppandinn lýkur ekki keppni telst hinn ökumaðurinn sigurvegari.
Ef hvorugur keppandinn klárar kappaksturinn, er sá talinn sigurvegari sem hefur klárað flesta hringi. Ef báðir keppendur klára jafnmarga hringi en ljúka ekki keppni eru veðmál ógild.

Hópaveðmál
Hvor keppanda kemur á undan í mark.
Ef hvorugur keppandinn klárar kappaksturinn, er sá talinn sigurvegari sem hefur klárað flesta hringi.
Ef keppandi í hópnum byrjar ekki keppnina eru öll veðmál ógild.

15.37 Mótoríþróttir

Almennar reglur

Sigurvegarar allra gjaldgengra veðmála verða gerðir upp á opinberum tímatökutímum.

Einvígisveðmál (H2H):
Hvaða ökumaður kemur fyrst í mark.
Tímataka: Ef að minnsta kosti annar af tveimur ökumönnum annað hvort byrjar ekki eða lýkur ekki keppni með opinberum tíma, þá verða öll veðmál ógild.

Mót: Ef að minnsta kosti annar af tveimur ökumönnum byrjar ekki, þá verða öll veðmál ógild. Ef hvorugur ökumaðurinn klárar keppni, er sá talinn sigurvegari sem hefur klárað fleiri hringi. Öll veðmál teljast ógild ef báðir ökumennirnir hætta á sama hring.

15.38 Nordic Combined

Einstök veðmál: Ef valkostur/keppandi byrjar ekki vetraríþróttaviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki keppni.

Einvígi: Báðir keppendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Nordic Combined: Báðir keppendur verða að byrja fyrsta hluta viðburðarins til að veðmálin gildi. Ef annar keppandinn byrjar ekki annan hluta keppninnar mun veðmálið samt gilda. Ef báðir keppendur hefja ekki annan hluta keppninnar munu úrslit úr fyrsta hluta keppninnar ráða úrslitum.

Einstök veðmál - frestað: Öll veðmál verða ógild ef hætt er við viðburð nema opinbert stjórnarsamband (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök) staðfesti úrslitin sem "opinber úrslit" á þeim tíma sem hætt var við viðburðinn og ef honum er ekki slegið á frest og síðan hafinn innan 12 klukkustunda á sama stað.

Einstök veðmál - Frestaðir/Færðir til viðburðir: Öll veðmál gilda ef viðburði er frestað en fer fram á sama stað innan tveggja daga. Ef viðburður er færður á annan stað verður veðmálið ógilt.
Liðsviðburðir og boðhlaup: Að því er varðar þetta veðmál, teljast liðsviðburðir og boðhlaup aðeins sem ein verðlaun.

Ef nota þarf úrslitin úr PCR (Provisional Competition Round) verður öllum veðmálum frestað.

15.39 Ratleikur

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista International Orienteering Federation (IOF) eða öðru opinberu sambandi.

Einvígi: Báðir keppendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Veðmál verða gerð upp í samræmi við opinbera sambandið (IOF eða önnur opinber sambönd. )

15.40 Pesäpallo

Úrslit í "Threeway" og heildarhlaupum eru talin eftir tvo leikhluta (fjórar lotur - "innings" báðir). Nema annað sé tekið fram, innihalda veðmál ekki mögulega aukalotu eða "scoring contest". Ef leik er slegið á frest og fer ekki fram innan 12 klukkustunda eru allir markaðir ógildir þar sem niðurstaðan liggur ekki fyrir. Öll veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum Finnish Superpesis Pesäpalloliitto.

15.41 Fimmþraut

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.42 Pool

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista.

15.43 Rallý

Sigurvegari mótaraðar:
Spáðu hvaða ökumaður vinnur meistaratitilinn.
Veðmál verða afgreidd samkvæmt opinberri niðurstöðu samstundis eftir lokakeppni mótaraðarinnar. Ákvarðanir sem eru teknar eftir það gilda ekki.

Sigurvegari einstaks kappaksturs:
Veldu sigurvegara kappakstursins.
Veðmál ráðast út frá ökumönnum sem ljúka keppni í verðlaunasætum og fá afhent verðlaun.Síðari ákvarðanir hafa ekki áhrif á uppgjör veðmála.

Ökumaður gegn ökumanni
Hvor ökumanna kemur á undan í mark.
Komi hvorugur ökumaðurinn í mark ræður fjöldi heilla hringja sem er lokið úrslitum. Ef báðir ökumenn ljúka sama fjölda heilla hringja verða veðmál ógild.

15.44 Kappróður

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

Einvígisveðmál krefjast þess að báðir þátttakendur byrji annars verða öll veðmál ógild.

15.45 Rugby Union

Nema annað sé tekið fram, eru öll veðmál gerð upp miðað við venjulegan 80 mínútna leiktíma.
Vegna rugby 7s eru veðmál afgreidd í lok venjulegs leiktíma.

Ef leikur hefst en er ekki lokið verða veðmál ógild nema niðurstaða markaðar liggi þegar fyrir.
Niðurstöðu er lýst yfir af yfirstjórn.

Ef leikstaður breytist frá því sem auglýst var verða öll veðmál á þann leik ógild.

Ef skipt er um mótherja í áætluðum leik eru öll veðmál fyrir þann leik ógild.

Ef leik er frestað standa veðmál í 48 klukkustundir frá upphaflegum upphafstíma, svo fremur sem
það er spilað á upprunalega auglýsta staðnum. Ef leikurinn er ekki spilaður á þessu tímabili verða veðmál ógild.

Einstök veðmál
Nema annað sé tekið fram, veðmál á hvaða lið vinnur keppnina, þar með talið úrslitakeppni.
Vegna hæstu try-skorara og hæstu stigaskorara. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik. Dead Heat reglur gilda.

Leikjamarkaðir
Úrslit (1X2)
Hver úrslitin verða eftir 80 mínútur (þ.m.t. uppbótartíma) Framlenging er ekki innifalin.

Jafntefli ekki með (12)
Ef leiknum lýkur með jafntefli verða veðmál ógild. Framlenging er ekki innifalin.

Forgjafarveðmál (tveggja og þriggja vegu)
Liðið sem vinnur leikinn eftir að forgjöf var beitt.
Framlenging er ekki innifalin.

Stærð sigurs
Fjöldi stiga sem liðið vinnur með.
Stærð sigurs-veðmál innihalda ekki forgjöf.
Framlenging er ekki innifalin.

Heildarfjöldi marka (Odda/Slétt)
Framlenging er ekki innifalin. Núll er jöfn tala.

Stigahæsti hálfleikurinn
Hvor hálfleikurinn verður stigahærri.
Seinni hálfleikur inniheldur ekki framlengingu ef hún fer fram. Ógilt ef jafnt.

Fyrsti/Síðasti snertimarka-skorari
Leikmaður sem skorar fyrsta/síðasta snertimark leiksins.
Ef valinn leikmaður er í 15 manna byrjunarliðinu fyrir leikinn þá standa veðmál fyrir þann leikmann. Veðmálið verður ógilt ef leikmaðurinn byrjar ekki.
Víti telja ekki.

Markaskorari hvenær sem er
Leikmaður skorar snertimark í leiknum
Ef valinn leikmaður er í 15 manna byrjunarliðinu fyrir leikinn þá standa veðmál fyrir þann leikmann. Veðmálið verður ógilt ef leikmaðurinn byrjar ekki.
Víti telja ekki.

Fjöldi stiga
Hvort fjöldi stiga í leiknum verði yfir eða undir uppgefnum fjölda.
Aðeins 80 mínútur. Framlenging er ekki innifalin.

Heildarfjöldi snertimarka
Hvort fjöldi snertimarka í leiknum verði yfir eða undir uppgefnum fjölda.
Aðeins 80 mínútur. Framlenging er ekki innifalin.

Flest snertimörk
Hvort liðið skorar fleiri snertimörk í leiknum fyrir utan framlengingu. Víti telja ekki.

Lið sem skorar fyrsta/næsta snertimark
Hvort liðið skorar fyrsta/næsta snertimark. Víti telja ekki.

Fyrsta/næsta snertimark skorað.
Veðja á fyrsta/næsta snertimark sem skorað er. Veðmál ógild ef ekkert snertimark er skorað.

Hálfleikur - Leikslok
Liðið sem er að vinna í hálfleik og liðið sem vinnur leikinn.
Framlenging er ekki innifalin í bikarkeppnum.

Staða í hálfleik
Hver staðan verður í hálfleik sem þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Forgjöf í fyrri hálfleik
Liðið sem vinnur fyrri hálfleik eftir að forgjöf var beitt. Hálfleik þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Heildarstig í fyrri hálfleik
Hvort fjöldi stiga í leiknum verði yfir eða undir uppgefnum fjölda. Hálfleik þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Sigurvegari í síðari hálfleik
Veðjað á hvor vinnur seinni hálfleik. Framlenging er ekki innifalin.

Heimalið skorar snertimark
Veðjað á hvort heimaliðið skori snertimark. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Útilið skorar snertimark
Veðjað á hvort útiliðið skori snertimark. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Bæði lið skora snertimark
Veðjað á hvort bæði lið skori snertimark. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Heimalið skorar 2+ snertimörk
Veðjað á hvort heimaliðið skori 2 snertimörk eða fleiri. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Útilið skorar 2+ snertimörk
Veðjað á hvort útiliðið skori 2 snertimörk eða fleiri. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Heimalið skorar 3+ snertimörk
Veðjað á hvort heimaliðið skori 3 snertimörk eða fleiri. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Útilið skorar 3+ snertimörk
Veðjað á hvort útiliðið skori 3 snertimörk eða fleiri. Víti telja ekki. Framlenging er ekki innifalin.

Fyrsta stigasókn
Liðið sem skorar fyrstu stig leiksins og aðferðin sem þau voru skoruð með. Víti telja ekki.

Fyrsta lið sem skorar
Liðið sem skorar fyrstu stig leiks.

Síðasta lið sem skorar
Liðið sem skorar síðustu stig leiks.

Kapphlaup til 10 stiga
Liðið sem skorar 10 stig fyrst.
Veðmál verða ógild ef hvorugt lið nær tíu stigum.

Heildarstig heimaliðs
Stigafjöldinn sem heimaliðið skorar í leiknum.
Aðeins 80 mínútur. Framlenging er ekki innifalin.

Heildarstig útiliðs
Stigafjöldinn sem útiliðið skorar í leiknum.
Aðeins 80 mínútur. Framlenging er ekki innifalin.

Heimalið vinnur báða hálfleiki
Báðum hálfleikjum þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Verður rautt spjald/"drop" mark?
(Aðeins venjulegur leiktími) "Drop" mark verður að takast.

Til að komast áfram
Sigurvegarinn er liðið sem kemst áfram í næsta stig keppninnar eftir að öllum hugsanlegum leikhlutum er lokið.

15.46 Rugby League

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista. Úrslit innihalda framlengingu. Ef þetta er ekki raunin eru öll veðmál talin ógild og stuðlunum breytt í 1.00.

15.47 Siglingar

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista. Dead Heat reglur gilda.

Einvígisveðmál krefjast þess að báðir keppendur byrji annars verða öll veðmál ógild.

15.48 Skotfimi

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

Einvígisveðmál krefjast þess að báðir þátttakendur byrji annars verða öll veðmál ógild.

15.49 Skíðastökk

Einstök veðmál: Ef valkostur/keppandi af einhverjum ástæðum byrjar ekki vetraríþróttaviðburð tapast veðmálið jafnvel þótt viðburðurinn fari fram. Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki keppni.

Einvígi: Báðir þátttakendur verða að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Í skíðastökki verða báðir stökkvararnir að hefja viðburðinn til að veðmál séu gild. Nordic Combined: Báðir keppendurnir verða að byrja báða hluta viðburðarins til að veðmálin gildi.

Einstök veðmál - frestað: Öll veðmál verða ógild ef hætt er við viðburð nema opinbert stjórnarsamband (FIS, IBU, eða önnur opinber samtök) staðfesti úrslitin sem "opinber úrslit" á þeim tíma sem hætt var við viðburðinn og ef honum er ekki slegið á frest og síðan hafinn innan 12 klukkustunda á sama stað.

Einstök veðmál - Frestaðir/Færðir til viðburðir: Öll veðmál gilda ef viðburði er frestað en fer fram á sama stað innan tveggja daga. Ef viðburður er færður á annan stað verður veðmálið ógilt.

Liðsviðburðir og boðhlaup: Að því er varðar þetta veðmál, teljast liðsviðburðir og boðhlaup aðeins sem ein verðlaun.

15.50 Snóker

Einstök veðmál
Engin endurgreiðsla vegna keppenda sem hefja ekki leik og sigurvegara sem eru óskráðir. Öll veðmál standa ef keppandi hættir fyrir mót eða á meðan mótinu stendur.

Úrslit
Ef leikur hefst en lýkur ekki verður keppandinn sem kemst áfram í næstu umferð álitinn sigurvegari. Veðmál á deildarviðureign verða ákveðin út frá opinberum úrslitum. Viðureign telst hafin eftir að fyrsti rammi hefst.

Forgjöf
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Fjöldi ramma yfir/undir
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Rétt úrslit
Öll veðmál eru ógild ef viðureign lýkur ekki.

Úrslit eftir 4/8 ramma
Fjórir rammar þurfa að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Kapphlaup til 3/5/7/9 ramma
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Hæsta breik (viðureign)
Veðmál verða ógild ef niðurstaðan er jafntefli eða viðureign verður ekki lokið.

Hæsta breik (mót)
Dead Heat reglur eiga við ef jafntefli verður.

Sleginn úr leik (mót)
Spilari verður að taka eitt skot í mótinu til að veðmál standist.

Sigurvegari ramma
Ramma þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi.

Heildarstig í ramma, 50/100 breik í ramma, spilari 50/100 breik í ramma
Ef ramma er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Fjöldi 100 breika / Fjöldi 100 breika spilara
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

147 breik
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

Viðureign fer í úrslitaramma
Ef viðureign er ekki lokið verða öll veðmál ógild nema niðurstaða liggi þegar fyrir.

1. rauða/litur
Villuskot (foul shots) og "free balls" telja ekki með

Endurröðun (Re-rack)
Ef endurröðun fer fram í ramma, gilda eftirfarandi reglur:
Veðmál sem er lokið: öll veðmál sem niðurstaða liggur þegar fyrir í áður en endurröðun fer fram standa.
Veðmál sem er ólokið: öll veðmál sem niðurstaða liggur ekki þegar fyrir í áður en endurröðun fer fram standa.

15.51 Snjóbretti

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista International Ski Federation (FIS), the International Skating Union (ISU) eða öðru opinberu sambandi.
Ef skilyrðum tiltekins viðburðar er breytt áður en viðburðurinn hefst verða öll veðmál ógild.
Ef tilteknum viðburði er frestað um meira en 12 klukkustundir verða öll veðmál ógild.

15.52 Skautahlaup

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista International Ski Federation (FIS), the International Skating Union (ISU) eða öðru opinberu sambandi.
Einvígisveðmál krefjast þess að báðir þátttakendur byrji annars verða öll veðmál ógild.

15.53 Speedway

Niðurstöður frestaðrar eða ólokinnar keppni teljast gild (þar á meðal öll aukaveðmál) ef núverandi úrslit verða samþykkt af yfirstjórn sem opinber niðurstaða keppninnar. Sama hversu mörgum riðlum hefur lokið þegar hætt var við - öll veðmál verða gerð upp í samræmi við opinber úrslit. Ef ný dagsetning frestaðrar keppni verður sett – verða öll veðmál ógild. Þetta á einnig við um forgjöf og yfir/undir veðmál.

Einvígi (H2H):
Báðir keppendur verða að byrja til að veðmál standist.

Sigurvegari riðils:
Vegna sigurvegara einstakra riðla: allir nafngreindir keppendur verða að taka þátt í riðlinum, annars verða veðmál ógild.

Fjöldi stiga (Yfir/Undir)
Ef keppandi tekur ekki þátt í að minnsta kosti þremur riðlum eru öll veðmál ógild. Jokerarnir og bónusstigin teljast ekki (þrjú stig fyrir sigri í riðli, tvö fyrir annað sætið, eitt fyrir þriðja sætið).

Fjöldi stiga (Grand Prix):
Grand Prix viðburðir verða byggðir á stigum sem safnast hafa í aðalumferðinni (20 riðlar) (að undanskildum undanúrslitum og lokahringjum).

Live
Allir markaðir verða gerðir upp samkvæmt úrslitunum eftir lokariðillinn (leiki í deildinni) eða röð verðlaunapallsins (einstaklingar eða Grand Prix keppnir). Síðari frávísanir og punktafrádráttur teljast ekki með.

H2H (Deildir):
Keppandinn sem fær flest stig vinnur einvígisveðmálið. Bónus- og jókerstig eru ekki innifalin. Stigin sem gefin eru sem hér segir: þrjú fyrir sigur í riðli, tvö fyrir annað sætið, eitt fyrir þriðja sætið. Í einvígisveðmálum verða báðir keppendur að byrja í þremur keppnum til að veðmál standist. Þegar tveir keppendur enda með sama stigafjölda gildir eftirfarandi: 1) Hærra sæti fær sá keppandi sem hefur oftast lent í 1. sæti. 2) Ef enn er ekki hægt að gera upp á milli keppenda (jafnoft í 1. sæti) – verða veðmál ógild og endurgreidd.

H2H (Grand Prix):
Sá keppandi sem endar ofar samkvæmt opinberum úrslitum GP-viðburðarins vinnur einvigið. Sigurvegarinn er keppandinn sem endar ofar í lokariðlinum. Ef keppendurnir komast ekki í úrslit er sigurvegarinn keppandinn sem fær fleiri stig í viðburðinum. Þegar tveir keppendur enda með sama stigafjölda gildir eftirfarandi:

1) Hærra sæti fær sá keppandi sem hefur oftast lent í 1. sæti.

2) Ef enn er ekki hægt að gera upp á milli keppenda (jafnoft í 1. sæti) – verða veðmál ógild og endurgreidd.

15.54 Sund


Úrslit verða gerð upp samkvæmt opinberri niðurstöðu. Síðari brottvísun eða breytingar á opinberum úrslitalista munu ekki hafa áhrif á veðmál. Hver sundmaður sem er dæmdur úr leik vegna þjófstarts verður talinn þátttakandi.

15.55 Taekwondo

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.56 Borðtennis

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista.

Öll veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum. Ef tilteknum viðburði er frestað haldast veðmál gild að því tilskildu að viðburðinum sé lokið á sama stað innan 12 klukkustunda.

Sigurvegari viðureignar (með live)
Einni lotu þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi. Ef fyrstu lotu lýkur ekki verða öll veðmál talin ógild.

Forgjafarveðmál innihalda Live markaði
Ef keppandi hættir, verða forgjafarveðmálin talin ógild nema það sé ómögulegt að viðureignin geti klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Yfir/undir: Ef þátttakandi hættir, verða Y/U veðmálin ógild nema að viðmiðinu hafi þegar verið náð og þá verða veðmál gerð upp í samræmi við það.

15.57 Tennis

Einstök veðmál
Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik. Öll veðmál standa ef spilari hættir áður en mót hefst, hættir á meðan á mótinu stendur eða tekur ekki þátt í mótinu á nokkurn hátt.

Breyting á vettvangi eða leikfleti
Öll veðmál standa jafnvel þótt breyting verði á tilkynntum leikflötum eða þeim sé breytt úr inni í útileikvang.

Seinkun eða frestun
Öll veðmál standa ef tennisviðureign er lokið. Seinkun á upphafstíma viðureignar eða stöðvun í miðjum leik hefur engin áhrif á uppgjör veðmála svo framarlega sem viðureigninni sé lokið endanlega.

Sigurvegari viðureignar (ásamt live)
Einu setti þarf að vera að fullu lokið til að veðmál standi. Ef færri en 1 setti lýkur verða öll veðmál talin ógild.

Sigurvegari setts (ásamt live)
Ef settið sem um ræðir er ekki lokið af einhverjum ástæðum, verða öll veðmál vegna sigurvegara setts ógild.

Veðmál á sett (ásamt live)
Ef tennisviðureign er ekki lokið í heild sinni af einhverjum ástæðum, verða öll veðmál á sett (best af 3 eða best af 5) ógild.

Veðmál á viðureignir (ásamt live)
Ef viðureign lýkur án þess að hún fullklárist verða viðureignarveðmál talin ógild nema það sé talið ómögulegt að viðureignin hafi getað klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Dæmi: viðureign var hætt þegar staðan var 6-4, 3-3; veðmál á viðureignir yfir 18,5 lotur verða afgreidd sem unnin og öll veðmál á lotur undir 18,5 verða töpuð þar sem hvers kyns eðlileg niðurstaða viðureignarinnar hefði verið að a.m.k. 19 lotur hefðu farið fram.

Forgjöf á viðureign (ásamt live)
Ef viðureign lýkur án þess að hún fullklárist verða forgjafarveðmálin á viðureignir talin ógild nema það sé talið ómögulegt að viðureignin hafi getað klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Dæmi: Viðureigninni lauk þegar staðan var 7-5, 5-7, 4-4; veðmál á forgjöf sem er +2,5 eða meira (+3,5, +4,5 o.s.frv.) verða gerð upp sem unnin og veðmál á forgjöf sem er -2,5 eða meira (-3,5, -4,5 o.s.frv.) verða gerð upp sem töpuð. Öll veðmál á forgjöf 1,5 og 0,5 verða talin ógild.

Sett (ásamt live)
Ef setti lýkur án þess að það fullklárist verða settveðmálin ógild nema það sé talið ómögulegt að viðureignin hafi getað klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins. Öll veðmál á fullkláruð sett verða gerð upp í samræmi við það.

Dæmi: Viðureign var hætt í 1. setti þegar staðan var 4-4. Öll veðmál á lotur yfir 9,5 verða afgreidd sem unnin og öll veðmál á lotur undir 9,5 verða töpuð. Öll veðmál á yfir eða undir 10,5, 11,5 og 12,5 lotum verða ógild.

Forgjöf á sett/lotur (ásamt FRL)
Ef viðureign lýkur ekki verða forgjafarveðmálin talin ógild nema það sé talið ómögulegt að viðureignin hafi getað klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins. Öll veðmál á fullkláraða settið verða gerð upp í samræmi við það.

Dæmi: viðureign var hætt í 1. setti þegar staðan var 4-4; veðmál á forgjöf á +2,5 lotur eða meira (+3,5, +4,5 o.s.frv.) verður gert upp sem unnið og öll veðmál á forgjöf upp á -2,5 eða meira (-3,5, -4,5 o.s.frv.) verða gert upp sem töpuð.

Sigurvegari viðureignar (ásamt live)
Ef viðureign lýkur ekki af einhverjum ástæðum, verða öll veðmál ógild. Öll veðmál á fullkláraðar lotur verða gerð upp í samræmi við það.

Forgjöf á viðureign (ásamt live)
Ef viðureign lýkur ekki af einhverri ástæðu verða öll veðmál á setta-markaði með forgjöf ógild nema það sé ómögulegt að viðureignin geti klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Dæmi 1 (Best af 3 lotum): Ef spilari A vinnur fyrsta settið og spilari B hættir í öðru setti, verður +1,5 sett forgjöf fyrir spilara A gert upp sem unnið og -1,5 sett forgjöf fyrir spilara B verður gert upp sem tapað því viðureignin hefði endað með 2-0 eða 2-1 sigri Spilara A eða 1-2 tapi.

Dæmi 2 (Best af 5 lotum): Ef spilari A vinnur fyrsta settið og annað settið, verður +1,5 og 2,5 sett forgjöf fyrir spilara A gert upp sem unnið og -1,5 og -2,5 sett forgjöf fyrir spilara B verður gert upp sem tapað því viðureignin hefði endað með 3-0 eða 3-1 sigri Spilara A eða 2-3 tapi.

Fjöldi setta (ásamt live)
Ef viðureign lýkur ekki verða veðmál á fjölda setta ógild nema það sé ómögulegt að viðureignin geti klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Dæmi 1 (Best af 3 lotum); Ef spilari hættir í 3. setti verða veðmál á viðureignir yfir 2,5 sett afgreidd sem unnin og öll veðmál á undir 2,5 verða töpuð því eðlileg framvinda viðureignarinnar hefði verið sú að minnsta kosti 3 sett hefðu verið spiluð.

Dæmi 2 (Best af 5 lotum): Ef spilari A og spilari B hafa báðir unnið eitt sett (1-1) og annar þeirra hættir í 3. setti verða öll veðmál á yfir 3,5 settum gerð upp sem unnin og undir 3,5 settum sem töpuð því eðlileg framvinda viðureignarinnar hefði verið sú að minnsta kosti 4 sett hefðu verið spiluð.

Rétt stigatala í setti (ásamt live)
Ef settið sem um ræðir er ekki lokið af einhverjum ástæðum, verða öll veðmál vegna réttrar stigatölu setts gerð ógild.

Rétt stigatala lotu (ásamt live)
Ef lotunni lýkur ekki af einhverjum ástæðum, verða öll veðmál á rétta stigatölu lotu gerð ógild.

Oddalota
Þegar oddalota fer fram í lokasetti til að úrskurða um sigurvegara verður það talið sem eitt sett og 1 lota.

"Prop" veðmál
Ef viðureign lýkur ekki vegna einhverra ástæðna verða öll veðmál sem er ekki minnst á fyrir ofan talin ógild nema það sé talið ómögulegt að viðureignin hafi getað klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

15.58 Brokk

Sigurvegari og topp 3.
Ef hestur sem á að taka þátt í kapphlaupi tekur ekki þátt verða öll veðmál á þann hest ógild nema annað sé tekið fram í hjálpartextanum á markaðnum.

Sigurvegarinn ræðst af opinberum úrslitalista. Dead Heat reglur gilda.

Reglur fyrir Einvígi brokks:
Veðupphæð verður endurgreidd ef annar eða báðir hestarnir í kapphlaupi taka ekki þátt, ef hætt er við hlaup eða ef báðir hestarnir klára ekki brautina/ná ekki að skrá opinberan tíma.

Þegar tveir hestar parast saman í einvígis dead heat, þá verða veðmál ógild og veðupphæð endurgreidd. Báðir/allir hestar eru settir með sama heildartíma (aðeins í Noregi).

Bestu úrslitin
Í þessu veðmáli er einvígi sem samanstendur af tveimur hestum frá tveimur mismunandi kapphlaupum. Hesturinn með bestu lokastöðu vinnur einvígið. Veðupphæð verður endurgreidd ef að minnsta kosti annar hestanna hættir fyrir keppni eða hættir í öðru eða báðum mótum samkvæmt eftirfarandi:

Einvígispar:
Tveir þátttakendur eru sameinaðir til að mynda "teymi“. Teymið sem er með bestu lokaniðurstöðu (einstaklinga) vinnur einvígið. Einn eða fleiri þátttakandi hóf ekki kapphlaupið verður veðupphæðin endurgreidd.

Einvígistími forgjöf
Sá hestur sem endar með besta kílómetratímann, að meðtöldum tímaforgjöf, vinnur einvígið.

Dæmi: Ef hestur A fær 15,0 í kílómetratíma og er með 0,2 sekúndur í forgjöf, þá verður heildarkílómetratími hans 15,2 sekúndur. Ef hestur B, sem er ekki með forgjöf, fær 15,1 í kílómetratíma, vinnur hestur B einvígið. Ef hestarnir lenda á sama kílómetratíma verður jafnteflisvalkosturinn réttur. Ef, af einhverjum ástæðum, eru engir opinberir tímar fyrir hestana, gilda eftirfarandi reglur vegna tímaforgjafar:

Veðmál falla niður ef hesturinn með forgjöfina er á undan andstæðingi hans á úrslitalistanum og þeir ljúka báðir keppni.

Ef hesturinn með forgjöfina (með 0,1 sekúndu eða meira) er á eftir andstæðingnum á úrslitalistanum, er andstæðingurinn sigurvegari einvígisins. Andstæðingurinn verður einnig að ljúka keppni.

Ef annar keppandinn lýkur ekki keppni telst hinn sigurvegari. Ef enginn hestanna klárar keppnina falla veðmál niður.

Sigursælasti knapinn
Spáðu hvaða knapi vinnur flestar opinberar keppnir á árinu. Ef tveir knapar eru með jafnmarga sigra, gildir annað sætið og síðan þriðja sætið. Aðrir knapar samkvæmt beiðni.

Flestir V75-sigrar (Svíþjóð)
Spáðu hvaða knapi vinnur flestar V-75 keppnir með öðrum Rikstoto-keppnum á árinu. Ef tveir knapar eru með jafnmarga sigra, gildir annað sætið og síðan þriðja sætið. Aðrir knapar samkvæmt beiðni.

V75/V65/V5 - Samtals odda eða slétt tala.
Spáðu hvort summa V-75 sigurvegara sé odda eða slétt tala.

V75/V65/V5 - Flestir sigurvegarar Odda eða slétt tala.
Spáðu hvort summa V-75 sigurvegara sé odda eða slétt tala.

Peningar eður ei
Spáðu hvort hesturinn þinn endi í peningasæti. Opinber úrslitalisti frá mótshaldara gildir.
Veðmál eru endurgreidd samkvæmt þessum skilyrðum:
- Ef að minnsta kosti tveir hestar hafa fallið úr keppni með 8-10 hesta í upphafi kappreiða.
- Ef að minnsta kosti þrír hestar hafa fallið úr keppni með 11-13 hesta í upphafi kappreiða.
- Ef að minnsta kosti fjórir hestar hafa fallið úr keppni með 14-15 hesta í upphafi kappreiða.

15.59 Blak

Ef leik er hætt áður en honum lýkur eru öll veðmál talin ógild og stuðlunum breytt í 1.00.

Ef jafnt er í tveggja leggja viðureignum og úrslit ráðast í Gylltu setti. Gyllta settið ræður ekki niðurstöðum veðmáls nema á mörkuðum eins og: Hvort liðið kemst áfram? Hvaða lið vinnur? Verða þau að spila Gyllta settið eða annan markað sem er með Gyllta settið?

15.60 Vatnapóló

Ef leiknum lýkur ekki verða öll veðmál talin ógild og stuðlunum breytt í 1.00.

15.61 Snekkjusiglingar

Sigurvegarinn er ákvarðaður af opinberum lista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir verðlaunaafhendingu. Öll frávísun eftir það hefur ekki áhrif á veðmál.

15.62 Viðskipti og stjórnmál

Úrslit kosninga ráðast af opinberri yfirlýstri niðurstöðu, lögfræðilegar ályktanir eftir þann tíma teljast ekki til uppgjörs.

Kosningar í Bandaríkjunum:

Bandaríski forsetakosningamarkaðurinn verður gerður upp í samræmi við þann frambjóðanda sem fær flest áætluð atkvæði kjörmanna. Ef opinberlega tilkynnti sigurvegarinn er ekki formlega vígður, munu veðmál sem lögð eru á þennan frambjóðanda standa og aðrir valkostir tapaðir samt sem áður.

15.63 Skemmtanabransinn

Niðurstaða er byggð á ákvörðun yfirstjórnar. Veðmál á atburði sem notandinn er þátttakandi í eða veit úrslitin í eru ekki leyfð.

15.64 Póker

Hægt er að bjóða sigurvegaramarkaði á allt upphafsborðið eða hluta þess, á sigurvegara eða á spilara sem gæti komist á lokaborðið. Í heilu móti er sjálfgefið að á lokaborðinu verða þeir 9 spilarar sem eftir eru í mótinu. Veðmál á spilara sem byrja ekki í mótinu eru stillt á 1.00.

Einvígis- og hópamarkaðir vinnast af spilaranum sem stendur uppi eftir einvígið eða hópaveðmálið. Í viðburðum með aðskildum degi 1 (t.d. Dagur 1a, Dagur 1b) verður að minnsta kosti annar spilarinn af tveimur eða í hópnum, að komast á Dag 2 til að veðmálið standist. Ef enginn í einvíginu eða hópnum nær Degi 2 eru öll veðmál stillt á 1.00.

15.65 eSports

Almennar reglur

Veðmál er lýst ógilt í aflýstum eða frestuðum leik eða viðburði, ef hann hefst ekki innan 24 klukkustunda eftir upphaflega opinbera leiktímann.

Ef viðburður hefst en er síðan ekki lokið verða óútkljáðir markaðir taldir ógildir.

Ef um sigur er að ræða vegna brottvísunar andstæðings í leik, verða veðmál á sigurvegara leiksins gerð upp í samræmi við opinber úrslit. Vegna forgjafar, yfir/undir og alla veðmálamarkaði verður að spila allan leikinn til að veðmál standi ef þau hafa ekki enn verið uppgerð.

Ef lið/leikmaður verða dæmd úr leik áður en leikurinn er hafinn, verða allir markaðir ógildir.

Ef lið byrjar með kortaforskot telst fyrsta kortið sem spilað er á Kort 1.

Ef lið breytir liðsskipan sinni en spilar undir sama liðsnafni munu veðmál standa.

Ef lið breytir nafni sínu en er áfram með sama leikmannahóp (leikmenn/þjálfara), munu veðmál standa.
Ef lið skiptir um einn leikmann fyrir eða eftir leik munu veðmál standa.

Öll veðmál sem eru ekki live og lögð undir eftir opinberan upphafstíma verða talin ógild.

Counter Strike – Go
Við notum eftirfarandi veðsíður til að gera upp úrslit: https://www.hltv.org/ og https://liquipedia.net/.

Flestar umferðir-markaðir – allar umferðir í leik.
Dæmi: 1. kort (5-16), 2. kort (22-20), 3. kort (16-12). Lokastaðan byggð á fjölda umferða (43-48) er undirstaða úrslita.

Fjöldi framlenginga – Allar framlengingar í leik.
Dæmi: Leikur 2 er með tvær framlengingar á 2. korti. 1. FRL. – úrslit 3-3, 2. FRL. – úrslit 4-2.

Framlenging (já/nei) - ef framlengt er í leik.

Sigurvegarar korts – Framlenging meðtalin.

Sigurvegarar korts 3-vegu – Framlenging ekki meðtalin. (15-15 jafntefli)

Rétt úrslit – Framlenging ekki meðtalin.

Dota2

Við notum eftirfarandi veðsíður til að gera upp úrslit: https://www.dotabuff.com/, https://hawk.live/ og https://liquipedia.net/.

Fyrsta blóð = 1st Blood (1st Kill) – Fyrsta blóð "First Blood" (first kill) veðmál byggist á morðinu á hetjunni sem framið er af andstæðingum hans. Ef fyrsta morðið er framið af hlutlausu teymi, creeps / minions, telst það ekki með og veðmálið helst þar til andstæðingarnir drepa hetjuna.

Kapphlaup til drápa – Fyrsta liðið sem nær tíu drápum (dráp framin af minions/creeps og hlutlausum teymum gilda).

Fyrsti turninn – Sá sem eyðileggur turn fyrst hvort sem það er hetja eða creep.

Fyrsti Roshan – Sá sem drepur Roshan fyrst.

Fyrsti skálinn – Sá sem eyðileggur skála fyrst hvort sem það er hetja eða creep.

Fjöldi turna – Allir turnar sem eru eyðilagðir á korti.

Fjöldi Roshan - Allir Roshan sem eru drepnir á korti.

Fjöldi skála – Allir skálar sem eru eyðilagðir á korti.

Megacreeps – 6 skálar eins teymis eru eyðilagðir.


League of Legends
Við notum eftirfarandi veðsíður til að gera upp úrslit: https://gol.gg/ og https://liquipedia.net/.

Fyrsta blóð = 1st Blood (1st Kill) – Fyrsta blóð "First Blood" (first kill) veðmál byggist á morðinu á hetjunni sem framið er af andstæðingum hans. Ef fyrsta morðið er framið af hlutlausu teymi, creeps / minions, telst það ekki með og veðmálið helst þar til andstæðingarnir drepa hetjuna.

Kapphlaup til drápa – Fyrsta liðið sem nær tíu drápum (dráp framin af minions/creeps og hlutlausum teymum gilda).

Fyrsti Nashor – Sá sem drap Nashor.

Fyrsti drekinn - Sá sem drap drekann.

Fyrsti turninn – Sá sem eyðileggur turn fyrst hvort sem það er hetja eða creep.

Fyrsti Inhibitorinn – Sá sem eyðileggur Inhibitor fyrst hvort sem það er hetja eða creep.

Fjöldi dreka – Allir drekar sem eru drepnir á korti, að Elder-drekanum meðtöldum.

Fjöldi turna – Allir turnar sem eru eyðilagðir á korti.

Fjöldi inhibitora
- Allir inhibitorar sem eru eyðilagðir á korti. Ef inhibitor myndast á ný og er aftur eyðilagður telst sú eyðilegging líka með.

Valorant
Við notum eftirfarandi veðsíður til að gera upp úrslit: https://www.vlr.gg/ og https://liquipedia.net/.

15.66 Padel

Einstök veðmál
Engin endurgreiðsla vegna þeirra sem hefja ekki leik. Öll veðmál standa ef spilari hættir áður en mót hefst, hættir á meðan á mótinu stendur eða tekur ekki þátt í mótinu á nokkurn hátt.

Sigurmark leiks
Einu setti þarf að ljúka til að veðmál standi. Ef færri en 1 setti lýkur verða öll veðmál talin ógild.

Seinkun eða frestun
Öll veðmál standa ef padelviðureign er lokið. Seinkun á upphafstíma viðureignar eða stöðvun í miðjum leik hefur engin áhrif á uppgjör veðmála svo framarlega sem viðureigninni sé lokið endanlega.

15.67. Skvass
Veðmál eru afgreidd samkvæmt opnberum úrslitum viðburðar. Ef viðburði er aflýst eða frestað, standa veðmál ef viðburðinum lýkur innan 12 tíma á sama vettvangi.

Sigurvegari leiks (live meðtalið)
Einni lotu verður að ljúka til að veðmál standi. Annars verða veðmálin gerð ógild.

Forgjafarveðmál (live meðtalið)
Ef keppandi hættir, verða forgjafarveðmálin talin ógild nema það sé ómögulegt að viðureignin geti klárast án þess að hafa áhrif á niðurstöðu markaðarins.

Yfir/undir: Ef þátttakandi hættir, verða Y/U veðmálin ógild nema að viðmiðinu hafi þegar verið náð og þá verða veðmál gerð upp í samræmi við það.
16. Verðlaunatakmarkanir
TAKMARKANIR SPORTSBOOK-VERÐLAUNA – HVERNIG ÞETTA VIRKAR

Tilboð eiga að auka ánægju þína af vörum okkar en við áskiljum okkur rétt til að stýra því hvernig þú notar tilboðin okkar áður en þeim er skilað sem peningum á reikninginn þinn.

Þess vegna telja ekki öll veðmálin þín til veðskilyrða bónusa og annarra tilboða eða sem stig á topplista Sportsbook og árangur í Betsson-Miljóninni eða Bet og Get-tilboðum.

Betsson leyfir ekki veðmál sem styðja báða aðila eða veðmál margra valmöguleika innan markaðs/leikjasamsetningar sem leysa út bónusa eða verðlaun á ósanngjarnan hátt.

Í markaðssamsetningum sem hafa aðeins tvær eða þrjár mögulegar niðurstöður (til dæmis úrslit að loknum venjulegum leiktíma eða yfir/undir 2,5 mörk í sama leik) þar sem þú hefur veðjað á fleiri en eina niðurstöðu, annaðhvort fyrir leik eða live, telur aðeins hærri veðupphæðin til verðlauna og bónusveðmála.

Dæmi: Ef þú hefur lagt undir €10 á sigur Tottenham á Liverpool og €15 til viðbótar á sigur Liverpool á Tottenham mun einungis hærri veðupphæðin (€15) teljast til verðlauna. Ef þú leggur undir €5 aukaveðmál á sigur Liverpool á Tottenham, færðu samtals €20 í verðlaun.

Vinsamlegast hafðu í huga að topplistar Sportsbook telja aðeins vinningsveðmál. Þannig að ef Tottenham hefði unnið í dæminu hér að ofan hefðir þú ekki fengið stig þar sem hæsta veðupphæðin var lögð undir á sigur Liverpool.

Að auki á þessi takmörkun einnig við þegar þú hefur lagt undir á hvaða markaðssamsetningar, annaðhvort fyrir leik eða í leik, sem takmarkar heildaráhættu þína. Aðeins úrslitin með hæstu uppsöfnuðu veðupphæð þína telja til verðlauna. Dæmi um slíkt veðmálamynstur væri ef þú leggur undir "Yfir 0,5 mörk“ og "Rétt úrslit 0-0“ á sama leik. Þegar margföld veðmál eru lögð undir er veðmálsstærðin reiknuð út sem hlutfall af stuðlunum á veðmiðanum. Verðlaunatakmörk fylgja margföldum veðmálum.

Dæmi: Ef þú hefur lagt undir 5 evrur einfalt á sigur Argentínu á Brasilíu, og einnig tekið með jafntefli í sama leik með 15 evrur í veðupphæð, þá myndi þetta teljast vera "stuðningur beggja aðila". Hæsta veðupphæðin og veðmiðinn sem myndi teljast til verðlauna, yrði ákvarðaður svona:

Miði 1:

• Veðupphæð miða: €5
• Einfalt veðmál (háð takmörkunum): Úrslit leiks - Argentína sigrar Brasilíu

Miði 2:

• Veðupphæð miða: €15
• Margfaldari:

o Valkostur 1 (háð takmörkunum): Jafntefli í leik Argentínu og Brasilíu. Stuðlar: 3.5
o Valkostur 2 (háð takmörkunum): Real Madrid sigrar Atletico Madrid. Stuðlar: 1.8
o Valkostur 3 (háð takmörkunum): Man City sigrar Man United. Stuðlar: 1.2

• Valkostur 1 (háð takmörkunum), með 3.5 í stuðla, táknar 53,84% af veðmiðanum sem er með 6.5 í heildarstuðla.
• Reiknuð veðupphæð af valkosti 1: €8,07 (53,84% af heildarupphæðinni sem er €15).

Í þessu dæmi myndi veðmiðinn með €15 veðupphæðina (jafntefli Argentínu og Brasilíu) telja til verðlauna, og €5 veðmálið vera útilokað.

ATH: Öll veðmál verða ákvörðuð við uppgjör veðmáls og ef þú greiðir út, eða að hluta til að greiða út veðmál þitt, þá telst það ekki til veðskilyrða.